Saga - 1985, Síða 101
HUNDADAGADROTTNINGIN
99
Ein af helstu fegurðardísunum var fröken Jonsen, tilvon-
andi brúður Jörgensens hefði hann haldið upphefð sinni sem
landsstjóri á íslandi.3
Earna getur einungis verið átt við Guðrúnu Einarsdóttur,4 dóttur
svonefnds Dúks-Einars úr Skagafirði, unga konu sem hafði orðið
þekkt undir nafninu hundadagadrottningin, meðan samband hennar
við hundadagakonunginn varði, en svo var byltingarlandstjórinn
Jörgensen nefndur þann stutta en merkilega tíma sem hann var við
völd.5
Athugun á manntalsskýrslum fyrir Reykjavík frá 1801 og 1816
virðist staðfesta, að „fröken Jonsen", sem Holland.nefnir drottn-
mgu dansleiksins, heitkonajörgensens (og síðarannarra), þekktur
°g litríkur þátttakandi í reykvísku samkvæmislífi, var reyndar sú
sama Guðrún Johnsen, sem ritaði lafði Stanley bréfin fjögur.
Manntalið frá 1801 telur í fjölskyldu hennar:6 Einar Jónsson (41 árs
að aldri) , eiginkonu hans Málfríði Einarsdóttur (35 ára að aldri) og
þtjár dætur — Guðrúnu (11 ára), Bergþóru (6 ára) og Guðríði (1
árs). Á þessum tíma bjó fjölskyldan í einni afþremur samliggjandi
vistarverum í allstórum bæ, Götuhúsum. Sömu fjölskyldu, þó
mmni, má þekkja í manntalinu frá 1816 og hafði hún þá aðsetur í
f’ingholtum.7 í síðarnefnda manntalinu er greint frá því, að Einar
Jónsson væri raunar fæddur á Dúki í Skagafirði, að fæðingarstaður
eiginkonu hans væri Eyjafjörður og að Guðríður litla, sem sögð er
fedd í Götuhúsum, væri nú (réttilega) sextán ára að aldri. Nokk-
Ufs misræmis gætir í tilgreindum aldri hinna, — Einar er sagður
Lbs (Landsbókasafn) 3875 4to, bls. 37. Um Holland, sjá „Thecourtly old carle“:
Henry Holland and Nineteenth-century Iceland" eftir Andrew Wawn, Saga-
Book of the Viking Society 21 (1982-3), 54-79.
4- Steindór Steindórsson, Henry Holland: Daghók i tslandsferð, 1810 (Reykjavík,
1960), bls. 37. Ábending Steindórs. Ég er þakklátur Steindóri fyrir gagnlegar
bréfaskriftir meðan á undirbúningi þessarar ritgerðar stóð.
Hmjörgensen sjá Sjálfstæði íslands 1809 (Reykjavík, 1936) eftir Helga P. Briem;
sja ennfremur Sögu Jörundar Hundadagakóngs (Kaupmannahöfn, 1892) eftirjón
t’orkelsson.
6- Manntal á íslandi 1801 (Reykjavík, 1978-80) I, bls. 391. Um Götuhús, sjá Fortíð
Rcykjavíkur eftir Árna Óla (Reykjavík, 1950), bls. 317—19.
7' Manntal á íslandi 1816, útg. Guðni Jónsson, fjögur bindi (1947—74) 3, bls. 422.