Saga - 1985, Side 102
100
ANDREW WAWN
vera sextugur og Málfríður 53 ára, en hafi verið rétt greint frá aldri
þeirra í manntalinu 1801, hefðu þau átt að vera 56 og 50 ára árið
1816. En tölurnar úr manntalinu 1816 gætu einfaldlega verið leið—
rétting á fyrri rangfærslum. Vissulega er misræmið þarna á milli
ekki nægjanlegt til þess að hafna þeirri tilgátu, að þarna sé sömu
fjölskyldunni lýst í báðum manntölunum. Reyndar eru þær upp-
lýsingar, sem koma fram í manntalinu, í samræmi við bréf Guð-
rúnar í öllum mikilvægustu atriðum — yngri systurnar, móðirin
enn það ung, að hún er í fullu Qöri, og faðirinn nægilega gamall til
þess að vera orðinn sjúklingur. Það er aðeins einn hængur á —
ekkert er minnst á Guðrúnu Einarsdóttur í fjölskyldunni árið
1816. Það er samt ekki erfitt að sjá hvers vegna, Guðrún frá Götu-
húsum, sem var 11 ára árið 1801, hefði verið 26 ára 1816 og hlýtur
að hafa verið flutt að heiman á þessum tíma, eins og yngri systir
hennar, Bergþóra.8
Þetta staðfestir reyndar skýrslan fyfir svonefnt Scheelshús í
Reykjavík í manntalinu 1816.9 Meðal íbúa þess húss var Guðrún
nokkur Einarsdóttir, „vinnukona" og (aftur finnum við örlítið
misræmi) 24 ára að aldri. Mikilvægi þessara upplýsinga eykst
þegar litið er á, hvers konar lífi var lifað í Scheelshúsi. Danskir
kaupmenn höfðu sett þar á laggirnar drykkjustofu og það varð
miðstöð skemmtana og samkvæmishalds í Reykjavík. Þetta var
staður, þar sem fram fór „át og rabb, tóbaksreykingar og drykkju-
samsetur“,10 eins og Magnús Stephensen dómstjóri orðaði það
með vanþóknun á þessum tíma. Þetta var staður, sem varð lítt til
þess að „bæta reglusemi í bænurn",* 11 svo vitnað sé til síðari tíma
sagnaritara í Reykjavík. Það var í Scheelshúsi eða „Klúbbnum",
eins og það var venjulega nefnt, sem Sir George Mackenzie hélt
dansleik sinn, og með tilliti til þeirrar tilgátu, að „Miss Jonsen",
drottning dansleiksins, og Guðrún Einarsdóttir hafi verið ein og
sama stúlkan, og sé litið til þess, að Guðrún gæti vel hafa átt heima
í þessu húsi á þessum tíma, vekur frásögn Sir Georges af dans-
8. Samkvæmt manntalinu 1835 eru einungis Bergþóra og móðir hennar enn
nefndar til heimilis í Reykjavík.
9. Manntal á íslandi 1816, 3, bls. 427.
10. Árni Óla, Skuggsjá Rcykjavíkur (Rcykjavík, 1961), bls. 39.
11. Samaheimild.