Saga - 1985, Side 105
HUNDADAGADROTTNINGIN
103
atviki, þar sem karlmaður (talinn vera AlexanderJones skipherra)14
°8 kona nokkur eru að dansa, og íburðarmikil hárkolla konunnar
hefur fest í ljósakrónunni. Það er ef til vill ekki svo mikil fjarstæða
að hugsa sér, að þessi teikning, hluti af handriti með eigin hendi
Jörgensens, þar sem skráð er saga hins viðburðaríka lífs hans, gæti
gcfið okkur einstaka mynd af Guðrúnu meðal kvennanna í áhorf-
endahópnum.
Þó svo ekki væri vitað annað um Guðrúnu, væri auðvelt að sjá,
hvernig hún hefði getað komist í kynni við breska ferðalanga, eins
°g Henry Holland, eða verslunarmenn, sem bjuggu í Reykjavík,
eins og James Robb, í glaðværu og alþjóðlegu andrúmslofti
>,Klúbbsins“. En meira er vitað um Guðrúnu á árunum eftir heim-
sókn Mackenzies. í fyrsta lagi skrifuðust Guðrún og Henry Hol-
land á og skiptust á gjöfum allt sumarið 1811, og er þar með
fundin ein leið, sem hefði getað vakið athygli Stanleyfjölskyld-
unnar, vina Hollands, á henni. í óbirtu bréfi til föður síns, rituðu
1 Edinborg og dagsettu 7. apríl 1811, telur Henry Holland Guð-
funu á meðal þeirra vina sinna á íslandi, sem senda átti gjafir, en
aðrir í þeim hópi voru Geir biskup Vídalín, Finnur Magnússon,
^agnús Stephensen og dr. Klog.: „Fröken Jonsson hefur ekki
verið alveg vanrækt; pyngja og nokkrir aðrir smáhlutir eru til
vitnis um ljúfar minningar mínar."13 Ef til vill var það til að tjá
frekar þessar „ljúfu minningar", að Holland greinir frá því, í bréfi
dagsettu 3. júní 1811, að danskur kunningi hans16 hafi „ritað fyrir
mig bréf á dönsku, sem hann á að afhenda fröken Jonsson í mínu
uafni, er hann kemur til Reykjavíkur.“ í bréfi dagsettu síðar, eða
ágúst, ritarhann: „Égheyrigóðarfréttiraffrökenjonsson. Hún
er afar þakklát fyrir gjafirnar sem ég hef sent henni.“ Það er alls
ckki ólíklegt, að á þcim tíma, er Holland dvaldist heima milli ferða-
laga sinna um Grikkland (þá sérstaklega tímabilið frá sumrinu
H. British Library MS Egerton 2066, bls. 452-3.
H National Library of Scotland, Accession 7515, bréfdagsett 7.apríl 1811. Hér er
geymt 21 bréf, öll óbirt, frá árunum 1810 og 1811 og sem Henry Holland skrif-
aði frá Edinborg til föður síns í Cheshire. Allar síðari tilvitnanir eru úr þessu
bréfasafni.
Líklega Jorgen Flood, sem raunar var Norðmaður og ritari Trampes greifa.
Flood sneri aftur til fslands árið 1810 til að ráðstafa eigum Trampes. Hann er
nefndur alloft í dagbók Hollands.