Saga - 1985, Síða 106
104
ANDREW WAWN
1813 fram á sumarið 1814) hafi Guðrún, sem þá var stödd á Eng-
landi, getað endurnýjað vináttuna við hinn unga íslandsvin, sem
stofnað hafði verið til í reykmettuðum danssalnum í Scheelshúsi
árið 1810. Ennfremur hefði nálægð ættarseturs Hollandfjölskyld-
unnar að Knutsford við heimili Stanleyfjölskyldunnar að Alderley
Edge vel getað lcitt til frekari vináttutengsla fyrir Guðrúnu. Hafi
svo verið var einungis eðlilegt að hún skyldi leita til Stanleyíjöl-
skyldunnar um hjálp í lok hins mæðusama sumars árið 1814.
Öll mæðan átti rætur að rekja heim til íslands. Það er greinilegt,
að eftir aðskilnað sinn við hinn giftusnauða Jörgensen árið 1809,
varð Guðrún Einarsdóttir um tíma það, sem stundum hefur verið
nefnt femtne fatale, í reykvísku samfélagi. Hún stóð í ástarsam-
bandi við vin Jörgensens, James Savignac, umboðsmann enska
kaupmannsins Samuels Phelps í Reykjavík.17 En gleði Savignacs
varð skammvinn, því að næst féll Guðrún fyrir keppinaut hans í
starfi, Gísla Símonarsyni, við kringumstæður, sem oft hafa verið
færðar í letur og áttu eftir að leiða til smekklauss einvígis sem háð
var á ólíklegasta stað, framherbergi biskupsins yfir íslandi. Skjót
milliganga Geirs biskups bjargaði einvígismönnunum frá því að
deyða hvorn annan. Þeir hafa ef til vill að sínu leyti horft upp á það
sér til skelfmgar, þegar Guðrún fann sér enn einn nýjan vin; í þetta
sinn John Parke, sem kom til íslands íjúlí 1811, til þess að verða,
eins og hann sagði sjálfur, „ræðismaður hans Hátignar Bretakon-
ungs á eyjunni íslandi.“18 íslendingar deildu ekki með Parke því
mikla áliti, sem hann hafði á eigin verðleikum, og að lokum gerði
Guðrún það ekki heldur. Frá sjónarhóli Breta fullnægði koma
Parkes því, sem Sir Joseph Banks hefur lýst sem „geysilegri þörf
fyrir einhvers konar breskt yfirvald“I J í Reykjavík, meðan Eng-
lendingar og Danir áttu í stríði. Það er líka full ástæða til að ætla,
17. Frásögn mín af atburðunum fylgir frásögnjóns Espólíns í íslands Árbœkur ísögu
formi, 12bindi (Kaupmannahöfn, 1821-55) X, bls. 46.
18. Parkc lýsir sjálfum sér á þennan hátt í einu verslunardreifibréfinu, er hann gaf
út, meðan hann dvaldist í Reykjavík. Lbs 355 fol. geymir fjögur þessara dreifi-
bréfa — dagsett 20. ágúst 1811,27. maí 1812, 5. septembcr 1812 og 13. júlí 1813
og ber þessum dagsetningum saman við frásagnir annálaritara af ferðum
Parkes. f Public Rccord Office F.O. 40 og 41 eru skjöl sem snerta Parke á ís-
landi. Sjá ennfremur Fortíð Reykjavíkur eftir Árna Óla, bls.272-6.
19. Public Record Office F.O. 40, bréf dagsett 26. júlí 1810.