Saga - 1985, Blaðsíða 108
106
ANDREW WAWN
skilningi hinna hrjáðu íslendinga. Grunsemdir Geirs biskups
Vídalíns virðast dæmigerðar fyrir þetta. í bréfi til Bjarna amt-
manns Þorsteinssonar, sem dagsett er 26. ágúst 1812, ritar hann:
„Consul Jón Parker, maður óviðfelldinn og fégjarn... er nú í
Krísivík að skoða námana þar, eftir þess engelska governem.
skipun, segir hann!“21 Sagt er, að þegar Parke fór utan haustið
1812, „þótti landhreinsun að.“22 En Parke þckkti leiðina að konu-
hjartanu. Annálaritarinn gefur til kynna, að hann hafi skreytt
Guðrúnu með „gulli og silkiklæðum“ og minnst er á elskendurna
tvo í sömu andrá í bréfi Henrys Hollands til föður síns frá 2. ágúst
1811, sem áður er vitnað til, þar sem hann talar um verslunarfull-
trúa (Fell), „sem hefur aðsetur í fyrrurn bústað Savignacs, þar sem
Parke mun líklega setjast að — ég heyri góðar fréttir af fröken
Jonsson. Hún er afar þakklát fyrir gjafirnar, sem ég hef sent
henni.“23 Líklegt virðist, að það sé Guðrún, sem nefnd er „þerna
hans“,24 sú sem fór utan með Parke haustið 1812. Parke sneri aftur
til íslands hið kaldviðrasama vor 1813 og fékk þá heldur kaldrana-
legar móttökur. Hvað varðar ferðir Guðrúnar á þessum tíma, eru
einungis öruggar heimildir fyrir því, að hún dvaldist veturinn
1813 á Englandi, og næsta örugg heimild um Parke er í bréfum,
sem Guðrún ritaði í London sumarið 1814. Viðtakandi bréfa þess-
ara var þingmaður Bedfordshire, Samuel Whitbread, fyrrum sam-
þingsmaður Sir Johns Stanleys í breska þinginu og „mesti og
nytsamasti borgari á Englandi",25 eins og honum var lýst í minn-
ingargrein um hann í Times. Whitbread var rómaður vegna þess,
hve auðvelt var að nálgast hann og vegna þess hve örlátur hann var
við þá, sem gæfan hafði snúið við bakinu. Sá eiginleiki hans hélst
óbreyttur til dauðadags (hann lést 1815), þrátt fyrir að hann ætti
21. Geir biskupgóði í vinarbréfum 1790-1823, útg. Finnur Sigmundsson (Reykjavík,
1966) , bls. 112.
22. Annáll nítjándu aldar eftir Pétur Guðmundsson, fimm bindi (Reykjavík, 1912-
22) I, bls. 165.
23. Lbs4925, 4to — bréfsem vantar í National Library ofScotland, Accession7515
sequence.
24. Annáll nítjándu aldar 1, bls. 165.
25. Um Whitbread, sjá Samuel Whitbread, 1764-1815 eftir R. Fulford, (London,
1967) , einkum bls. 300 og áfram, um síðustu æviár hans og fjárhagserfiðleika
um það leyti, er Guðrún bað hann um lán.