Saga - 1985, Side 109
HUNDADAGADROTTNINGIN
107
sjálfur við vaxandi fjárhagserfiðleika að stríða. í fyrsta bréfi sínu,
dagsettu 1. júlí 1814,26biðurGuðrún um fjárhagsaðstoð til þess að
bera kostnaðinn af langþráðri siglingu sinni heim til þess að hitta
foreldra sína. Hún bendir á (í bréfi dagsettu 8. júlí 1814), að
Savignac hafi haft samband við Whitbread og látið honum í té
upplýsingar um ferð hennar frá Liverpool á skipi á vegum Liver-
poolkaupmannanna Horne and Stackhouse, en umboðsmann
þeirra í Reykjavík, James Robb, minnist Guðrún síðar á með hlýju
1 bréfi til lafði Stanley. Guðrún upplýsir Whitbread ennfremur
um, að Parke, sem þá var staddur í London, „sagði mér að hann
hefði engin fyrirmæli um að hjálpa mér með fatnað, og benti mér
á að skrifa til yðar.“27 Þar eð Henry Holland hafði farið frá Eng-
landi til meginlandsins fyrr um sumarið, segir Guðrún við Whit-
btead, að „mér finnst ég ekki hafa neinn til að biðja ásjár nema
yður.“28 Þetta gæti táknað, að hún hefði ekki enn hitt Stanleyfjöl-
skylduna — en það gæti allt eins þýtt, að hún hefði enga aðra
aðstoð í London á þessum tíma. Eins og kemur fram í þessu sama
bréfi, virðist hún sannarlega vera hjálparþurfi:
Ég hef tilkynnt hr. Parke um síðasta möguleikann á skips-
ferð til heimalands míns með skipinu frá Liverpool, sem ég
minntist á við yður, en af einhverjum ástæðum, sem hann
skýrir ekki nánar, vill hann ekki leyfa mér að fara. Hr. Parke
heimsótti mig í gær,og er ég sárbændi hann um að útvega
mér far með vagninum, hæddist hann grimmilega að
áhyggjum mínum og sagði, að nú væri ég á hans valdi og
hann mundi gera við mig það, sem honum þóknaðist. Ég
hef slíka ástæðu til að óttast hótanir hans, að ég bið yður sem
mannvin innilcga um að gera mér kleift að halda áfram til
Liverpool í kvöld.27
Éessum áköfu bænum hefur Whitbread greinilega svarað þrátt
íýrir óvissan fjárhag sjálfs sín, og Guðrún komst undan til Liver-
26. Bedfordshire County Record Office, Whitbread MS 4519.
27. Bedfordshire County Record Office, Whitbread MS 4522, bréf dagsett 8. júlí
1814.
28. Bedfordshire County Record Office, Whitbread MS 4526, bréf dagsett 14. júlí
1814. (f bréfið er skotið inn í niðurlagi dagsetningunni 19. júlí 1814 fyrir ofan
línu.)
29- Sama heimild.