Saga - 1985, Síða 110
108
ANDREW WAWN
pool. í öðru bréfi til Whitbreads, sem dagsett er 29. ágúst, kemur
fram, hvar hún dvaldist mikinn hluta tímans frá því hún kom til
Liverpool seint í júlí og þar til hún hélt á brott mánuði síðar:
Allir hér hafa sýnt mér góðvild og kurteisi. Sir John Stanley
bauð mér að dveljast að heimili sínu og þáði ég það (að ráði
Hr. Hornes). Ég á ekki orð til að lýsa þeirri foreldraum-
hyggju, sem mér var sýnd.30
Það er þakklæti Guðrúnar vegna þessarar „foreldraumhyggju",
sem stöðugt leitar fram í bréfunum, sem hún skrifaði Stanleyfjöl-
skyldunni. Sömu bréf bera einnig vitni öðrum eiginleikum, sem
hljóta að hafa hrifið Henry Holland og Stanleyfjölskylduna. Þar
kemur fram, að hún var að læra hollensku; að hún hafði mikinn
hug á að bæta enskukunnáttu sína, sem þegar var nrjög frambæri-
lcg; að hún kunni að leika á langspil, strengjahljóðfæri, sem sagt
var að fáir íslendingar kynnu á;31 að hún hafði heyrt um frægasta
náttúruvísindamann á íslandi á þessum tíma, Svein Pálsson, og
áleit sig fullfæra um að leita hann uppi og tala við hann; að för
hennar að Geysi var, samkvæmt því er hún sjálf hélt fram, ein-
ungis önnur för íslenskrar konu að hvernum; og að hún hafði hitt
Markús Magnússon, stiftsprófast í Görðum, og sýnt að henni
tókst að vekja mikla ánægju með heimsókn sinni. Það er enginn
vafi á því, að það var þetta sjálfsöryggi og sjálfstæði, sem virðist
eins og vonlegt var hafa hugnast svo danskri fjölskyldu, sem var í
heimsókn á íslandi og Guðrún minnist á í þriðja bréfi sínu, að þau
vildu að hún færi með þeim heim til Danmerkur og fullvissuðu
hana um, að hægt væri að finna verðuga stöðu handa henni,
meðan hún dveldist þar.
En fyrst fékk Stanleyfjölskyldan að njóta félagsskapar hennar.
Heimsókn eða heimsóknir Guðrúnar veittu John Thomas Stanley
sjaldgæft og án efa ákaflega kærkomið tækifæri til að heyra um
fólk og staði, sem hann hafði ekki séð síðan 1789, en þó ekki
gleymt. Nægar sannanir eru fyrir því, að Stanleyfjölskyldan var
áfram stolt af þekkingu sinni á íslandi og tengslunum við það á
árunum eftir leiðangurinn.32 Þeim hlýtur því að hafa þótt þaðjafn
30. Bcdfordshire County Rccord Office, Whitbread MS 4531, bréf dagsett 29.
ágúst 1814.
31. W.J. Hooker, Journal ofa Tour in Iceland, tvö bindi (Yarmouth, 1811) I, bls. 282.
32. Sjá aftanmálsgrein 1.