Saga - 1985, Side 112
110
ANDREW WAWN
gerðust við valdaránið í Reykjavík 1809, var gefið út 1936, sama
ár og hið viðamikla fræðirit Helga P. Briems, Sjálfstæði íslands
1809, kom út.3fi Helgi nefnir Guðrúnu ekki á nafn, en hún gegnir
mikilvægu hlutverki í leikriti Indriða sem „Guðrún á Dúki, ást-
mey Jörundar", trúfastur og ástríðufullur fylginautur hins dæmda
Dana. Þegar elskendurnir skilja í síðasta sinn er tryggð Guðrúnar
við land, þjóð og bæ lýst:
Hér er ég fædd, og hér hefi ég alizt upp. Hér hefir hver
blettur og hver steinn verið vinur minn frá að ég var barn.
Ég hefi skyldur við föður minn, sem ég get hvergi rækt
nema hér. Hér hefi ég lifað ógleymanlegasta æfintýrið, sem
fyrir ntig gat komið. Ég veit ekki hvort sóleyjarnar brosa
annars staðar eins glaðlega við mér, eins og hér. En hitt veit
ég, að ég fæ hvergi að sjá Esjuna sveipa sig í ljósaskiftunum
í alla fegurstu liti sólarinnar nema hér.
Samanborið við slíka skrúðmælgi bera bréfin til Stanleyfjölskyld-
unnar vott um óvæginn og kaldan veruleika, þar sem lítið fer fyrir
hátíðlegu líkingamáli. Samt virðast hugrekkið, fjörið og úrræða-
semin, sem stöðugt má grcina í bréfunum, gefa til kynna, að
Indriði hafi í það minnsta þekkt hluta sannleikans, er hann skapaði
persónu Guðrúnar í leikriti sínu. Hetjuskapur „Guðrúnar á Dúki“
er annað og meira en viðkvæmnishugsmíð þjóðernissinnaðs leik-
skálds.
Aftanmálsgrein
1. Sjá Scandinavian Sludies 53 (1981), 66-71. Sjá ennfremur Lbs 604 fol., sem
geymir 12 síður ritaðar af Stanley sjálfum árið 1834 eftir dagbókum samferðar-
manna hans í lciðangrinum 1789, sem hann síðan sendi ásamt tvcimur bréfum
til föður Johns Barrows, fslandskönnuðarins frá 1834. Frásögn Barrows af ferð
hans, gefin út 1835, var á undirbúningsstigi, þegar Stanley sendi þessi blöð
samkvæmt bciðni. Stanlcy cykur við dagbókina með minningum og brcf hans
bera vott um lifandi og kærar minningar um staði, sem hann hafði ekki séð í 46 ár.
36. Helgi P. Briem, Sjálfstœði Islands 1809 (Reykjavík, 1936).