Saga - 1985, Page 128
126
ANDREW WAWN
Fjórða bréf
Reykjavík, 4. ágúst 1816.
Kæra og heiðraða frú.
Ég hef með þakklæti móttekið bréf yðar náðar frá 25. maí með
tveimur oststykkjum og litaðri prentmynd sem var mjög snotur.
Ég get ekki lýst því hversu hamingjusöm ég varð eftir lestur bréfs
yðar; ég hafði vænst réttmætra ávítana en í stað þess fékk ég mildi-
legt huggunarríkt bréf. Trúið mér kæra frú, ég er sama stúlkan og
þér hélduð mig vera er þér kynntust mér fyrst og ég mun ætíð
reyna að vera sú sama.
í fyrra fékk ég þær slæmu fréttir að besti vinur minn, Whit-
bread, væri látinn.30 Ó, hvað ég þjáðist vegna þessara frétta, ég hef
fellt mörg tár í minningu hans, ég veit að lát föður míns hefði ekki
hryggt mig meira. Síðastliðinn vetur hefur verið sá versti sem ég
hef lifað, svo mikið frost og snjór hefur ekki þekkst á íslandi árum
saman;31 hér snjóaði meira að segja í júlí. Fiskveiði brást og ekki
örðu að fá; fólkið var nærri orðið hungurmorða. Hve oft óskaði ég
þess ekki að skip kæmi frá Englandi hlaðið kartöflum. Ég hef
notað tíma minn til þess að læra hollensku, prjóna, spinna og
sauma; ég hef einnig verið að læra að leika á eina hljóðfærið sem
hefur verið smíðað hér á landi, það nefnist langspil. Sir George
Mackenzie kennir það við helga tónlist,32 en ég getleikið hvað sem
er á það. Einn af umboðsmönnum kaupmanna hefur verið að
kenna mér að tefla en mér finnst það erfið íþrótt; ég held að hann
sé leiknasti skákmaðurinn hér á landi, en við höfum enga fallega
taflmenn til að tefla með, ekki eins og á Englandi, okkar eru gerðir
30. Hér er vitnað til Samuels Whitbreads (sjá bls. 106 hér að framan). Ýtarlegasta
umfjöllun um feril þessa róttæka þingmanns er bók R. Fulfords, Samuel Whit-
bread, 1764-1815 (London, 1967).
31. Petta kemur heim við það sem íslenskar árbækur segja um harðan vetur og afla-
brest á Vesturlandi á árunum 1815-16, sbr. Antiál nítjándu aldar I, bls. 209, og
Árbœkur Reykjavíkur 1786-1936, bls. 58.