Saga - 1985, Blaðsíða 132
130
ANDREW WAWN
Aftanmálsgreinar
1. Ebenezer Henderson, lceland, tvö bindi (Edinborg, 1818) 2, bls. 166, tekur fram
að tvö verslunarfyrirtæki í Liverpool hafi sérhæft sig í verslun við (sland á
árunum 1807-14, þegar Englendingar og Daniráttu í styrjöld, sem hafði bundið
enda á verslunareinokun Dana á íslandi. Annað þessara fyrirtækja var Horne
and Stackhouse, sjá Livcrpool Mercury, fostudaginn 9. ágúst 1814, þar sem til-
kynnt er um komu Vittoria frá íslandi „með 54 tunnur af hvallýsi, 90 tunnur af
laxi, 27 tonn af þorski, 7 do af skreið ti! Horne and Stackhouse" (bls. 64). Horne
and Stackhouse voru á meðal þeirra, sem reyndu að hafa áhrif á stjórnina í þá
veru að innlima ísland, sem þá var undir yfirráðum Dana, sjá Anna Agnarsdótt-
ir, „Ráðagerðir um innlimun fslands í Brctavcldi", Saga 17 (1979), 46-7. Bent
skal á, að sumar íslenskar heimildir vitna stöðugt en ranglega til Horne and
Stockstone.
2. Liverpool Mercury, 2. september 1814, bls. 79, skýrir frá brottför Vittoria til
íslands sunnudaginn 29. ágúst. Greinilegt er, að viðskipti milli Liverpool og ís-
lands stóðu með miklum blóma á þessum tíma, sjá Liverpool Mercury, 5. ágúst
1814, þar sem skýrt er frá komu Helen frá íslandi 29. júlí, og var farmur skipsins
tólg, ull, gærur, vettlingar, dúnn, ullarbolir, sokkar, refaskinn og álftarhamur
(bls. 40); einnig Liverpool Mercury, 2. september, þar sem tilkynnt er um brott-
för Commerce til íslands 29. ágúst 1814.
3. James Robb, umboðsmaður Horne and Stackhouse í Reykjavík, var merkilegur
maður. Eftir að vinnuveitendur hans höfðu hætt rekstri á íslandi 1815 (sjá bréf
3 og athugasemd 28 hér á undan), dvaldist Robb áfram í Reykjavík, keypti hús-
eign og stofnaði blómlegt fyrirtæki í Hafnarstræti. Hann kvæntist Valgerði
Ólafsdóttur úr Hafnarfirði og synir þeirra fjórir erfðu um síðir hið blómlega
fyrirtæki föður síns við andlát hans árið 1846 — sjá Jón Helgason, Árbækur
Reykjavíkur 1786-1936, (önnur útgáfa, Reykjavík, 1941), bls. 54, 57.
4. Tilfmningar Guðrúnar hefðu ekki komið Stanley á óvart, því rómantísk tilfinn-
ingasemi sófasetumannsins, sem hann ól með sér gagnvart hinu frumstæða ís-
landi, hafði hlodð harkalegt áfall við komu hans dl íslands 1789 (Scandinavian
Studies 53 (1981), 62—4). En þær hefðu gert öðrum enskum lesendum bilt við,
einkum þeim sem höfðu alist upp við dlfinningasemi á borð við þá, er birtist í
þessum vísuorðum úr kvæði Olivers Goldsmiths „The Traveller" sem eru ein-
skonar formáli að bók Sir Georges Mackenzies Travels in tlie Island of Iceland
(1811): „But where to fmd the happiest spot below/Who can direct, when all
pretend to know,/The shudd’ring tenant of the frigid zone,/ Boldly proclaims
that happiest spot his own,/ Extols the treasures of the stormy seas/ And his
long nights ofrevelry andease.../Such is the patriot’s boast where’er we roam J
His first best country ever is — at home. “
5. Strokkur. í skýrslum Stanleys fyrir Royal Society of Edinburgh (sjá athuga-
semd 10 hér að framan), minnist hann ekki eingöngu á Geysi hinn mikla, heldur
einnig á „nýja Geysi” (bls. 139) og „litla Geysi“ (bls. 132). Líklegt virðist, að það
sé nýi Geysir, sem Guðrún nefnir Strokk. Enskum ferðamönnum bar ekki
saman um hæð gossúlnanna, Stanley fullyrðir, að súlan úr Strokki sé 132 fed
Mackenzie álítur hana í Travels in the Island oflceland (1811), vera „að minnsta
i