Saga - 1985, Side 133
HUNDADAGADROTTNINGIN
131
kosti 70 fet“ (bls. 225); Hooker telur hana íJournalofa Tourin lceland (1811) vera
150 fet (bls. 164) og Henderson fullyrðir í Iceland (1818) að hann hafi séð 200 feta
háa gossúlu úr Strokki og eins og Guðrún tekur hann eftir því að nokkrir steinar
þeytast mun hærra. Ferðabók Sueins Pálssonar. Dagbcekur og ritgerðir 1791-97,
sem Jón Eyþórsson, Pálmi Hannesson og Steindór Steindórsson þýddu og sáu
um útgáfu á (Reykjavík, 1945), bls. 213ogáfram, geymir nákvæma frásögn um
Geysi Og Strokk frá 1793 og 1797, sem staðfestir kjarnann í athugasemdum
Guðrúnar.
Hannes Finnsson biskup, síðasti biskupinn í Skálholti (á árunum 1785-96).
Stanley heimsótti hann árið 1789 og skrifaðist síðar á við hann, sjá Lbs 30. Það
virðist ólíklegt, að Guðrún hefði farið að Geysi hefði hún ekki notið þeirrar
hvatningar, sem áhugi Stanleys var henni. W.J. Hooker skýrir frá því í Journal
°fa Tour in Iceland (1811) að „margir voru undrandi á því, að við hefðum komið
svo langan veg til þess að sjá goshverina, sem þeir eru vanir að horfa á af fyllsta
áhugaleysi" (I, bls. 174); Sir George Mackenzie tekur fram í Travels in the Island
oflceland (1811) að „enn sem komið er hafa tiltölulega fáir innfæddir gert sér ferð
:'ð hverunum og þeir, sem búa nærri þeim, líta furðulega starfsemi þeirra, sem
stöðugt er í gangi, sömu augum og algeng, hversdagsleg náttúrufyrirbæri" (bls.
222).
2- Staðfest af Ebenezer Henderson í Iceland (1818); „í samningi, semgerður var við
dönsk yfirvöld á íslandi, var tilskilin sú málamiðlun fyrir hönd þeirra bresku
Þegna, sem höfðu stofnað fyrirtæki á eyjunni, að þeir fengju leyfitil að halda
viðskiptum sínum áfram í eitt ár frá því að opinber yfirlýsing um að friður væri
saminn milli landanna tveggja kæmi til íslands. Þetta gerðist 1815; og eftir það
hefur einungis eitt verslunarfélag í Liverpool notfært sér nýju reglugerðina, sem
danskir dómstólar gáfu út og sem leyfir breskum skipum að sigla til íslands með
því skilyrði, að þau afli sér sérstaks leyfisbréfs í því skyni frá Kaupmannahöfn.
bar sem gjaldið fyrir slíkt leyfisbréfer álitið of hátt í hlutfalli við þann ábata, sem
ef til vill mætti vænta af slíku verslunarfyrirtæki, má gera ráð fyrir, að öll sam-
skipti milli Stóra-Bretlands og íslands falli fljótlega niður. “ (2, bls. 167) Sjá
einnig „New Source Material on Sir Joseph Banks“, Califomia State Library Occ-
astonal Papers, handritaröð 3, útg. A. Yedida og A.I. Gans (San Francisco,
!941), bls. 109-13.
Stanley kom heim með íslenskan hund 1789. í dagbók hans (Cheshire County
Record Office MS DSA 5/7) eru eftirfarandi athugasemdir frá 20. febrúar 1790:
..Litla tíkin Bistella er fundin aftur. Hvílíka ánægju það veitir mér, á sama hátt
°g það olli mér sársauka að tapa henni. Bistella var flutt hingað frá fslandi.
Bóndi að nafni Jóhann Eiríksson gaf mér hana. Hann bjó á bæ nálægt stað þeim
þar sem við slógum tjöldum við rætur Heklu. Nú er hún hér í London, hvílík
viðbrigði fyrir hana, ef hún hefði vit á að gera sér grein fyrir því. Bistella var
t>afn hennar á íslandi, maðurinn sagði mér, að það væri nafn fornrar nornar eða
seiðkonu, sem er umtöluð í kveðskap þeirra og arfsögnum. Hún er hvít nema
hfrauður flekkur hægra megin á trýni og eyru hennar, sem eru upprétt eins og
a Pommverskum hundi, bera að nokkru leyti sama lit. Hún er svipuð veiði-
hundi á stærð og rófan er hringuð...Flestir íslenskir hundar eru þannig útlits.
Shakespeare talar um „íslenskan rakka með upprétt eyru“ („Prick eared cur of