Saga - 1985, Page 155
SPARNAÐARÞINGIÐ 1924
153
21,1% hækkun, samgöngumál með 18,6% hækkun og dóm-
gæsla, lögreglustjórn o.fl. með 13,1% hækkun. Sérstaklega er
vert, með tilliti til síðari tíma þróunar, að taka eftir þeirri áherslu
sem lögð var á samgöngumál, heilbrigðismál og verklegar fram-
kvæmdir. Samgöngumálin eru reyndar í sérflokki í fjárlögunum
eins og sést á því sem áður hefur verið sagt. Þótt hærri fjárhæð fari
til greiðslna aflánum þá eru þau útgjöld ríkissjóðs annars eðlis þar
sem viðkomandi þing hefur lítil áhrif á þá upphæð, heldur tekur
hana í arf frá fyrri þingum.
Einu framlögin sem voru lækkuð í mcðförum þingsins svo
nokkru næmi voru framlög til vísinda, bókmennta og lista, um
14,4% , og framlag til kostnaðar vegna ráðuneyta, hagstofu, ríkis-
ráðs og utanríkismála, um8,4%. Einnig var framlag til kirkju-og
Eennslumála lækkað um 1,4% sem er þó óveruleg lækkun.
Enda þótt þannig séu gerðar nokkrar breytingar á cinstökum
liðum geta þær ekki talist verulegar þegar á heildina er litið, sér-
staklega þegar háft er í huga að í mörgum tilvikum er um
nákvæmari áætlanagerð að ræða en ekki stefnubreytingu. Megin-
stefnunni um hallalaus fjárlög o'g almennan sparnað hefur verið
haldið í meðförum þingsins á frumvarpinu. Þannig virðist sem
báðar ríkisstjórnirnar hafi verið með svipaða stefnu í huga varð-
andi Qárlagagerðina. Hvaða áhrif tilkoma íhaldsflokksins hafði í
þessum efnum er þó erfitt að fullyrða út frá þessum forsendum.
^el má vera að málflutningur sparnaðarsinna og kosningasigur
Borgaraflokksins haustið 1923 hafi haft áhrif á gerð frumvarpsins
°g óvíst er að stjórn Sigurðar Eggerz hefði fylgt þessari stefnu svo
fast eftir ef hún hefði getað reitt sig á traustan þingmeirihluta. Til
að athuga þetta nánar er rétt að líta á síðustu Qárlög fráfarandi
stjórnar, þ.e. fjárlögin fyrir árið 1924, og bera þau saman við fjár-
lög ársins 1925.
3.■ Samanburður áfjárlögum áranna Í924 og Í925
^afla II er gerð til að fá betra yfirlit yfir þessi mál. Þar eru bornar
saman helstu tölur fjárlaga 1924 og 1925. Vísitala vöru og þjón-
ustu37 hækkaði úr 265 stigum 1. október 1923 í 311 stig 1. október
37.
Tölfrœðihandbók [1967], bls. 285.