Saga - 1985, Page 158
156
HAUKUR PÉTUR BENEDIKTSSON
25,2%. Þarna varð því um Qórðungs samdráttur á milli ára enda
lækkaði framlagið til samgöngumála úr því að vera 25,2% af
heildargjöldum ársins 1924 niður í 22,3% af gjöldum ársins 1925.
Kirkju- og kennslumál urðu fyrir næstmestri skerðingu í krónum
talið cða rúmlega 385 þús. kr. Þarna varð 26,6% lækkun sem er
hlutfallslega svipað því sem gerðist um samgöngumálin. Hlutur
kirkju- og kcnnslumála í heildarútgjöldum lækkaði líka við þetta
úr 14,8% í 12,9%. Til samans nam lækkun þessara tveggja liða um
tveimur þriðju af heildarlækkuninni. Þcir málaflokkar sem urðu
þó fyrir hlutfallslega mestri skerðingu voru vísindi, bókmenntir
og listir og söfnin en framlag til þess málaflokks lækkaði um
36,4% og vcrklegar framkvæmdir fengu 30,4% minna í sinn hlut
cn árið áður. Þarna var líka um verulegar upphæðir að ræða í
krónum talið. Lækkunin til vísinda, bókmennta og lista nam tæp-
lega 104 þús. kr. og til verklegra framkvæmda 233 þús. kr. Tveir
aðrir liðir urðu einnig fyrir um eða yfir 20% lækkun. Það voru
kostnaður við ráðuneyti, ríkisráð,. hagstofu og utanríkismál sem
var lækkaður um 25% og kostnaður við alþingi og yfirskoðun
landsreikninga sem var lækkaður um 19,6%. Það er því ljóst að
skorið var niður jafnt í stjórnsýslu, andlegum málum og verald-
legum. T.d. var borðfc konungs skorið niður um 14,8%. Krónu-
talan var þó sú sama áður en tölum fyrir árið 1924 var breytt yfir
í verðgildi ársins 1924 þegar fjárlögin fyrir árið 1925 voru gerð.
Þetta leit því ekki alveg eins illa út og efverðbólgan hefði ckki lagt
hulu sína yfir þessa staðreynd og eins gátu þingmenn bent á að
hlutur konungs af heildargjöldunum hélst svo til óbrcyttur eða
0,7%. Það virðist því hafa verið skorið niður víðast hvar þar sem
þess var nokkur kostur. Aðrir liðir sem urðu fyrir hlutfallslega
minni skcrðingu en þcir sex fyrsttöldu voru greiðslur af lánum
ríkissjóðs, dómgæsla og lögreglustjórn, lögboðnar fyrirfram-
greiðslur og eftirlauna- og styrktarfé. Allt eru þetta liðir sem hafa
veitt lítið svigrúm til lækkana og skýrist lítil lækkun þeirra því lík-
lega fremur af því en að þingmenn hafi skort viljann til að lækka
þá.
Þrátt fyrir allan niðurskurðinn hækkuðu tveir gjaldaliðir. Ber
þar fyrst að nefna óviss útgjöld sem hækkuðu um 150.600 kr. eða
128,3%. Þessi hækkun á sér þá skýringu aðljóst var að allverulega
upphæð vantaði til dýrtíðaruppbóta og lagði Jón Þorláksson