Saga - 1985, Page 164
162
HAUKUR PÉTUR BENEDIKTSSON
annað en fyllsti sparnaður á öllum sviðum og fjárlög yrði að
afgreiða hallalaus. Þetta var meginstefnan sem stjórn Sigurðar
Eggerz markaði með fjárlagafrumvarpi sínu og um hana urðu
ckki mikil átök. Þess í stað deildu menn um einstök mál og þá sér-
staklega þegar þingmenn komu nreð fjárvcitingabeiðnir úr sínum
kjördæmum. Þó heyrðust nokkrar gagnrýnisraddir á sparnaðar-
stefnuna en þær vógu þó lítið upp á móti öllum stuðningsyfir-
lýsingunum við hana.
Þegar fjármálaráðherrann í stjórn Sigurðar Eggerz samdi frum-
varp sitt var gert ráð fyrir að á því yrðu gerðar breytingar í sanr-
ræmi við nýjar upplýsingar en meginstefnunni haldið. Sú varð
líka raunin. Nokkrar breytingar urðu þó á framlögum til einstakra
liða. Sumar þcirra voru fyrst og fremst til komnar vegna nákvæm-
ari áætlana en aðrar vegna ákvarðana þingsins. Til síðarnefnda
flokksins má a.m.k. að einhverju leyti rekja 36,7% hækkun til
heilbrigðismála, 21,1% hækkun til verklegra framkvænrda,
18,6% hækkun til samgöngumála og 13,1% hækkun til dóm-
gæslu, lögreglustjórnar o.fl. Athyglisvert er að samgöngumálin
höfðu algera sérstöðu í fjárlögunum hvað fjárvcitingu snerti. Til
þeirra runnu 22,3% af hcildarfjárveitingum samkvæmt fjár-
lögum. Að vísu fór meira til greiðslna af lánum ríkissjóðs, eða
26,5%, en sú íjárveiting var annars eðlis þar sem þingið 1924 fékk
þá greiðslubyrði í arffrá fyrri þingum. Svo mikil var sérstaða sam-
göngumálanna að sá málaflokkur sem kom næstur, kirkju- og
kennslumál, fékk aðeins 12,9% fjárveitinganna.
Fjárlögin voru afgreidd hallalaus eins og frumvarpið gerði ráð
fyrir. Tekjuáætlunin var hækkuð um 6,3% en gjaldaáætlunin uö
14,2%. Eins og málum var háttað gat það ekki talist veruleg
breyting. Hversu mikil áhrif málflutningur sparnaðarsinna og
kosningasigur Borgaraflokksins haustið 1923 hefur haft á ger<~*
frumvarpsins má deila um. Samanburður á fjárlögum áranna 1924
og 1925 bendir þó til að áhrifin hafi verið veruleg því staða ríklS'
sjóðs var einnig slæm þegar fjárlög ársins 1924 voru samþykkt. A
fjárlögum ársins 1924 var halli sem nam 2,2% af áætluðum heild'
artekjum en á fjárlögum ársins 1925 var afgangur upp á 0,2%- Að
vísu var þarna um lítinn afgang að ræða en stefnubreyting engu að
síður. Merkilegri munur kemur í ljós þegar heildartekjur, heildar'
gjöld og einstakir liðir fjárlaganna beggja eru athugaðir. Þar eI