Saga - 1985, Blaðsíða 165
SPARNAÐARÞINGIÐ 1924
163
nieginlínan allsherjarniðurfærsla. Áætlaðar hcildartekjur lækkuðu
uml3, 5% oggjöldinum 15,5% sem hlýtur að teljast mjög mikið.
Þegar litið er á einstaka liði kemur í ljós að flestir urðu þeir fyrir
lækkun, mismikilli þó. U.þ.b. 2/3 af heildarlækkuninni lentu á
samgöngumálum og kirkju- og kennslumálum. Framlagið til
þessara málaflokka var lækkað um liðlega fjórðung af því sem það
hafði verið árið áður. Hlutfallslega mest varð þó lækkunin til vís-
Rida, bókmennta og lista (36,4%) og til verklegra framkvæmda
(30,4%). Einnig var skorið verulega niður framlag til stjórnsýslu.
Það virðist því hafa verið skorið niður hvar sem þess var nokkur
kostur.
Heilbrigðismálin nutu mikillar sérstöðu í fjárlögunum. Þar
varð 10,8% hækkun á milli ára. Að vísu varð 128,3% hækkun til
0vissra gjalda en sú hækkun stafaði af dýrtíðaruppbótum sem ljóst
var að ekki yrði komist hjá að greiða hvort sem mönnum líkaði
hetur eða verr. Þingmönnum virðist aftur á móti hafa verið í mun
að auka heilbrigðisþjónustuna. Þetta kemur enn betur í ljós þegar
Qáraukalögin fyrir árið 1925 eru athuguð. Þá fékk þessi mála-
hokkur viðbótarfjárveitingu þannig að hækkun hans á milli ára
varð í reynd 14,9%. Mestur hluti aukafjárveitingarinnar þá fór þó
til verklegra framkvæmda og þegar Qáraukalögin eru tekin inn í
dæmið minnkar lækkun þessa liðar á milli ára úr 30,4% í 18%.
Einnig varð hlutfallslega mikil hækkun á ijárveitingum til vísinda,
okmennta og lista þannig að lækkun þess málaflokks á milli ára
hár úr 36,4% í 21,8%. Heildarlækkun fjárveitinganna fór því úr
|5,5% niður í 13,6%. Þarna er ekki um verulegam mun að ræða.
° er ljóst að þingið 1924 hefur gengið hcldur lengra í sparnaðarátt
Cn toögulegt var enda hækkaði gjaldahliðin um 2,7% með fjár-
aukalögunum fyrir árið 1925 en aðeins um 0,4% fyrir árið 1924.
HEIMILDIR
^gnar Kl. Jónsson: Stjómarráð íslands 1904-1964 I-II (Rvík 1969), bls. 171-180
595-599
Alþ
Alþ,
°g
. [Þ'n£istíðindi 1923, A — þingskjal 644.
a il • ....... '
^P'ngtsttðindi 1924, A -þingskjöl 1, 171, 305, 389, 417, 440, 500, 529. B-bls.
A,I»ngistíðindi 1925, A - þingskjal 219. D - bls. 480.
75-