Saga - 1985, Blaðsíða 172
170
STEFÁN KARLSSON
hafi hugsanlega áður verið í þjónustu biskups og jafnvel átt vin-
gott við dóttur hans.2
Auk liðsbónarbréfsins taldi Jón Þorkelsson víst eða líklegt að
a.m.k. fimm bréf önnur væru með hendi Jóns Arasonar, AM
Fasc. XL 2 (DI VIII, nr. 227, 1509), AM Fasc. XLIV 7, (DI VIII,
nr. 527, 1519), AM Fasc. XLVII 2 (DI IX, nr. 282, 1526), AM
Fasc. XLVII 12 (DIIX, nf. 374, 1528) og AM Fasc. LI 22 (DI XI,
nr. 620, 1549).3Fráþvíerskemmstaðsegjaaðekkertþessarabréfa
er með söniu hendi og liðsbónarbréfið. Sami skrifari hefur e.t.v.
ritað bréfin 1526 og 1528, en að öðru leyti eru þessi bréf sitt með
hverri hendi.4 5
Páll Eggert Ólason ncfndi ekki liðsbónarbréfið meðal þeirra
bréfa sem hann taldi hugsanlegt að Jón Arason hefði skrifað
sjálfur,'"1 en hins vegar dró hann ekki í efa að bréfið væri frá Jóni
biskupi og taldi líklegt að það hefði verið sent ísleifi á Grund.6 7
Guðbrandur Jónsson minntist á liðsbónarbréfið, sem „efnisins
vegna getur ekki verið ritað af öðrum en herra Jóni sjálfum."
Hins vegar taldi Guðbrandur vafasamt að bréfið hefði vcrið scnt
öðrum hvorum þeirra Grundarbænda, dótturmanna biskups, en
trúlegra aðjón hefði ritað það séra Sigurði á Grenjaðarstað, syni
sínum.8
2. Páll Eggert Ólason, Menn og mennlir siðskiptaaldarinnar á íslandi I (Rv. 1919), bls.
115-16. — Það er missögn hjá Páli á þessum stað, að Þorsteinn riti „sumarið
1533 ... sem vottur undir vitnisburð um jarðaskiptabréfsemjón byskup er við-
riðinn". Jarðakaupabréfið var frá 1533, en Þorsteinn sctur innsigli sitt undir
transskrift þess 1553.
3. AM Fasc. XL 2, XLIV 7 og XLVII 2 eru nú (síðan 1928) í Þjóðskjalasafni
Islands; hin bréfin tvö eru í Det arnamagnæanske institut í Kaupmannahöfn, en
verða flutt í Stofnun Árna Magnússonar á íslandi.
4. Um bréfog handrit sem höfðu verið eignuðJóni biskupi Arasyni sjáJón Helga-
son, ’Nokkuríslenzk handritfrá 16. öld’,Sfefm/r CVI (Rv. 1932), bls. 143-68.—
Rithönd Jóns Arasonar er enn óþekkt.
5. Menn og menntir I, bls. 444-45.
6. Menn og menntir I, bls. 167-68.
7. Herra Jón Arason (Rv. 1950), bls. 297.
8. Herrajón Arason, bls. 237. — Guðbrandur studdi ályktun sína urn viðtakanda
liðsbónarbréfsins þcini rökum að transskriftarbréfið sem það var sett í faldinn á
hefði verið gert á Grenjaðarstað. Það er missögn, því að þctta bréf var, eins og
áður segir, skrifað á Grund 1553, en hins vegar er til annað transskriftarbréf af
sama jarðakaupabréfi, gert á Grenjaðarstað 1565, sbr. DIIX, nr. 546.