Saga - 1985, Side 174
172
STEFÁN KARLSSON
Pegar leitað er að rithendi liðsbónarbréfsins á öðrunt bréfum
verða fyrir níu brcf, skrifuð á árunum 1470-74, sem vafalaust eru
öll með einni hendi og svo lík liðsbónarbréfinu að skrifari er trú-
lega sá sami. f þessum níu bréfum er venjulegt r að vísu notað
öðrum þræði, cn eins og í liðsbónarbréfinu, þar sem krók-r eru
91% af öllum r-um, er það tákn ríkjandi í bréfunum níu, notað í
59-96% tilvika.12 f átta þessara bréfa eru bæði u og v notuð í fram-
stöðu, en það er sameiginlegt clsta bréfinu (1470) og liðsbónar-
bréfinu, að v er einrátt í framstöðu.13 Annað skriftareinkenni, sem
tengir liðsbónarbréfið sérstaklega við elsta bréfið af hinum níu, er
að depill er stundum notaður sem lengdarmerki yfir n-i, en í yngri
bréfunum átta er haft strik yfir n-i. Fátítt samkenni með liðsbón-
arbréfinu og bréfunum níu er að þriðji leggur á m-i er stundum
dreginn niður fyrir línu, bæði inni í orði og í enda orðs.14 (í
sumum bréfanna bregður stöku sinnum fyrir hala á n-i, en flestir
skrifarar sem draga slíkan hala hafa hann jöfnunt höndum á n-i og
m-i og yfirleitt ekki nema í enda orðs.)
Bréfin níu, sem hér hefur verið rætt um eru þessi:
1. AM Fasc. XVIII 21 (DI V, nr. 510): Fimm menn votta að
Narfi prófastur Böðvarsson hafi tekið tvenna vitnisburði um að
Neðri-Hlíð í Bolungarvík ætti tolllaust skip og að Björn heitinn
Þorleifsson hafi ekki látið taka tolla af Hlíðarskipinu. Einn þeirra
fjegra sem sverja bókareið um þetta efni er Halldór Hákonarson,
sem hefur vcrið umboðsmaður Björns Þorleifssonar í Vatnsfirði-
Bréfið er skrifað á Hóli í Bolungarvík 12. júní 1470.
12. 96% í elsta bréfinu, en 59% í því næstelsta; í hinum er krók-r í 70-87% tilvika-
Rétt er að taka það fram að liðsbónarbréfið er styttra en nokkurt bréfanna niu,
þannig að hcnding kann að valda því að skrifari notar þar alls ekki venjulegt r.
13. v í liðsbónarbréfinu er að vísu stundum annarar gerðar, en sú gerð verður fynr
í yngri bréfum í hópnum.
14. Þetta m, bæði inni í orðum og í enda orðs, er einnig að finna t.a.m. í a.m.k-
tveimur bréfum sem tengjast Birni Þorleifssyni, sendibréfi hans til Brands lög'
manns Jónssonar (AM Fasc. LXIV 13; DI V, nr. 432) og bréfi um lögmanns-
kaup Brands (AM Fasc. XVII 22; DI V nr. 433). Bæði þessi bréfkoma við sögu
í 3. kafla þessarar greinar. Þau eru með einni hendi, og í DI er það fyrra talið
eiginhandarrit Björns. — Að öðru leyti er skriftin á þessum bréfum Björns mun
ólíkari skriftinni á liðsbónarbréfinu en skriftin á bréfunum níu, sem hér er rætt
um. — Ljósprent af bréfmu til Brands fylgir Veslfirðingasögu Arnórs Sigurjóns-
sonar (Rv. 1975).