Saga - 1985, Qupperneq 176
174
STEFÁN KARLSSON
ytra í Önundarfirði. Bréfið er gert á Kirkjubóli í Valþjófsdal 11.
des. 1473.
8. AM Fasc. XXI 7 (DI V, íir. 649): Annar vitnisburður hand-
festur Halldóri Hákonarsyni varðandi eignarhald á Hjarðardal
meira (ytra). BréfiðergertáKirkjubóliíValþjófsdal7. jan. 1474.
9. AM Fasc. XXI 5 (DI V, nr. 686): Fjórir menn votta aðjón
Erlingsson hafi fengið Halldóri Hákonarsyni ’jarðarpartinn’ í
Arnardal neðra í Skutulsfirði, og samþykkja söluna Ingibjörg
Hákonardóttir, systir Halldórs (og kona Jóns), og Erlingur sonur
hcnnar. í staðinn ’skyldi oftnefndur Halldór taka að sér Hákon,
son Jóns Erlingssonar, og láta kenna honum svo að hann mætti
vígjast til prests fyrir kunnáttu sakir’. Þessi gjörningur fór fram i
Ögri í ísafirði ’Maríumessudag’, en bréfið er skrifað í Ögri 27.
des. 1474.
Sameiginlegir vottar, allir þrír, eru að bréfunum 2-4, enda
varða þau öll gjörninga frá sama stað og degi og tvö þeirra eru
rituð á sama stað, og fjórir aðrir sameiginlegir vottar eru að bréf-
unum 5 og 6, sem bæði eru skrifuð á sama stað og degi, en enginn
þessara sjö manna kemur við fleiri bréfanna. Einn maður er hins
vegar nefndur í öllum bréfunum og á hagsmuna að gæta við
útgáfu þeirra flcstra, Halldór Hákonarson, og nærtækast er því að
ætla að hann hafi skrifað þessi bréf sjálfur.
Halldórs Hákonarsonar er fyrst gctið í heimildum 1458, en þa
heimila Þórður Sigurðsson og Ingibjörg Halldórsdóttir, eigni'
kona Þórðar og hálfsystir Halldórs, fyrir sitt leyti að Oddfríður
Aradóttir gefi Halldóri syni sínum Hákonarsynijörðina Kirkjuból
í Valþjófsdal (DI V, nr. 148), og fimm síðari bréf sem Halldór
kcmur við (en ckki eru varðveitt í frumriti) varða skipan kirkju a
Kirkjubóli, fyrst hálfkirkju 1467 (DI V, nr. 436, 463, 471 og 476)
og síðar alkirkju 1470) (DI V, nr. 518). Halldór hefur lagt fé
kirkjunnar, enda er í einu þessara bréfa (D1 V, nr. 463) talað utu
Kirkjuból sem ’jörðu fyrrgreinds Halldórs’. Á Kirkjubóli efU
fjegur áðurnefndra níu bréfa skrifuð (2, 4, 7 og 8). Halldór hefur
átt dóttur Kristínar Guðnadóttur (og Jóns sýslumanns ÁsgeirS'
sonar) í Ögri,15 (sbr. DI VII, nr. 698, DI VIII, nr. 280, og Dl I*’
15. Töluverð skriftarlíkindi eru með liðsbónarbréfinu (og bréfunum níu) annarS
vegar og hins vegar sendibréfi Kristínar Guðnadóttur til Jóns bónda s>llS