Saga - 1985, Page 177
LIÐSBÓNARBRÉF
175
nr- 49). { Ögri cru þrjú bréfanna níu skrifuð (5,6 og 9). Halldór
hefur verið handgenginn Skarðvcrjum, því að hann hefur verið
urnboðsmaður Björns Þorleifssonar í Vatnsfirði (sbr. 1 í skránni
hér að framan), og hann er nefndur annar (á eftir Jóni tengdaföður
S1num Ásgeirssyni) tólf votta að skiptum eftir Björn ríka 19. okt.
1467 (DI V, nr. 441). Við þau skipti fékk Solvcig Björnsdóttir
ni a. Hól í Bolungarvík, og á Hóli eru tvö bréfa Halldórs skrifuð
(' °g 3). Halldór kemur síðast við sögu lífs sem lögréttumaður á
alþingi 1480, þar sem hann er einn þcirra sem skipta peningum
Guðmundar Arasonar á Reykhólum (DI VI, nr. 258), en tveimur
arum áður hcfur hann vcrið meðal þeirra sem vóru til nefndir að
Vlrða þær eignir (DI VI, nr. 139). í dómi frá 1505 (DI VII, nr. 698)
hernur fram að nokkur ár eru liðin frá láti hans.
Hér að framan var talið líklegt að Halldór bóndi Hákonarson á
Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði hafi skrifað það liðsbón-
arbréf sem hér er til umræðu. Þar sem skriftarlag liðsbónarbréfs-
lns cr ögn frábrugðið skriftarlagi bréfanna níu, sem með nokkurri
Vlssu má eigna Halldóri, er það að öllum líkindum skrifað fyrir
'470 eða eftir 1474. Fyrri kosturinn er heldur trúlegri vegna sér-
stakra skriftartcngsla við clsta bréfið í hópnum.
Halldór Hákonarson hefur verið gildur bóndi á sinni tíð, eins og
lram kemur af bréfum sem hann kemur við og getið hefur verið
hestra hér að framan.16 Oddfríður móðir hans var hálfsystir Guð-
nnmdar Arasonar á Reykhólum, scm átti Helgu Þorleifsdóttur,
systur Björns ríka. Ungur hefur Halldór fengið stórbýlið Kirkju-
ö' í Valþjófsdal, þar sem hann hcfur cflt kirkju, og hann hefur
smám saman eignast fleiri jarðir, m.a. með því að taka konu í pró-
Ventu og taka að sér að koma frænda sínum til mennta. Kona
alldórs, sem hvergi er nafngreind í heimildum, var dóttir Jóns
sýslumanns Ásgeirssonar og Kristínar Guðnadóttur í Ögri, en
^sgeirssonar (AM Fasc. LXIV17; DI V, nr. 67). Ljósprent af því bréfi er í
Islatidske originaldiplomer indtil 1450. Faksimiler (Ed. Arnam. Suppl. 1, Kh. 1963),
nr- 337, Og fylgir einnig bók Guðrúnar P.Helgadóttur, Skdldkomtr fyrri alda I
'. ■ '961). — Frávik í scndibréfi Kristínar frá táknbeitingu í hinum bréfunum,
enikum að því er varðar notkun r-tákna,eru þó of mikil til þess að gert verði ráð
^r'r einn maður hafi skrifað öll bréfm.
lnar Bjarnason hefur póst um Halldór í Lögréttumatmalali (Rv. 1952-55) og
Setur hans á nokkrum stöðum í íslenzkum œttstuðlum 1-11 (Rv. 1969-70).