Saga - 1985, Page 178
176
STEFÁN KARLSSON
meðal sona þeirra vóru Guðni sýslumaður og Páll bóndi á Skarði,
sem báðir áttu dætur Björns ríka. Einu sinni getur Halldórs
Hákonarsonar í bardaga — við prest sinn, séra Narfa Böðvarsson,
og menn hans — í Holti í Önundarfirði 1462, en sama haust hefur
Halldór fengið vitnisburð sjö manna um að hann hafi ekki átt
upptökin að bardaganum (D1 V, nr. 328).
Enda þótt líklegt sé að rithönd Halldórs Hákonarsonar sé á
margnefndu liðsbónarbréfi, eru harla litlar líkur á því að Halldór
hafi sjálfur staðið í þeim stórræðum sem ráðgerð eru í liðsbónar-
bréfinu, en mun trúlegra að hann hafi skrifað það í þjónustu
annars.
3. Sendandi
Af skrift liðsbónarbréfsins er óhætt að álykta að það sé skrifað af
manni af Vestfjörðum eða þaðan úr nánd á síðari hluta 15. aldar,
og fyrst svo er virðist nærtækt að ætla að sú mikla herferð ’út yfi1'
fjörðinn’, sem ráðgerð er í bréfinu, tengist þeim stórbrotnu
átökum um auð og völd sem urðu á Vestfjörðum og við Breiða-
Qörð á fyrrnefndu skeiði og rækilegast er lýst í Vestfirðinga söga
Arnórs Sigurjónssonar.
Sé bréfið skrifað af Halldóri Hákonarsyni, er trúlegast að það se
skrifað fyrir 1470, eins og áður segir, og með tilliti til þeirra
tengsla sem hafa verið á milli Halldórs og Björns hirðstjóra Por-
leifssonar á Skarði og birtast skýrast í því að Halldór hefur verið
umboðsmaður Björns yfir Vatnsfjarðareignum, er fýsilegt að gera
því skóna að það sé Björn sem sé sendandi bréfsins, en Björn var,
svo sem kunnugt er, veginn af Englendingum með óvissum haeth
1467.17
í árslok 1466 hefur konungur kvittað fyrir lokagreiðslu Björns
vegna þcirra eigna Guðmundar Arasonar, sem Björn hafði keyPc
afkonungi (DI V, nr. 416), og í aprílbyrjun 1467 cr Björn staddur
17. Um ævifcril Björns og endalok hans er rækilegast fjallað eftir tiltækum heini-
ildum af Birni Þorsteinssyni, Enska öldin í sögu íslendinga (Rv. 1970), einkui"
bls. 204-12 (sbr. einnig Söguslóðir (Rv. 1979), bls. 48), og Arnóri Sigurjónssyni'
Vestfuðingasaga 1390-1540 (Rv. 1975), einkum bls. 114-34.