Saga - 1985, Qupperneq 179
LIÐSBÓNARBRÉF
177
1 Vatnsfirði, þar sem hann kemur við tvö bréf 1. og 7. apríl (DI V,
nr. 421 og423).18
Þrátt fyrir völd sín og eignir er Björn ekki öruggur um sig.
Þetta sama vor hafa Arnbjörn nokkur Sæbjarnarson, sem annars
er ókunnur maður, og fleiri menn ónefndir rænt cignum Björns
°g Ólafar konu hans Loftsdóttur og Þorleifs sonar þeirra á Snæ-
fellsnesi, bæði í Máfahlíð og við Klett,1'1 og einnig í Sellóni (eyju í
^elgafcllssveit) frá Jóni Jónssyni. Rænt var búfé, bátum, skreið,
voðum og fleiri ótilgreindum peningum (DI V, nr. 434).
Til er ódagsett sendibréf frá Birni Þorleifssyni til Brands lög-
rnanns Jónssonar, sem að öllum líkindum er skrifað þetta sama
yor (DI V, nr. 432).20 í bréfinu kunngerir Björn Brandi að ’Loftur
frændi [þ.e. Loftur Ormsson] sé kominn undir Núp og vilji sitja
þar sinn búskap21 ... og þótt Loftur hafi nokkurn kvækling [þ.e.
18.
19.
20.
21.
Samkvæmt DI V, nr. 425, hefur Björn átt jarðakaup við Eyjólf Arnfmnsson á
Sjávarborg í Skagafirði 19. apríl 1467. Bréfið er prentað þar eftir frumriti, en
tekið er fram að „sex“ í ártalinu sé óskýrt (og er ólæsilegt í ljósriti af bréfmu sem
eg hef í höndum, en bréftextinn er skýr að öðru leyti). Pessi tímasetning fær
ekki staðist, því að eina þeirra jarða sem Björn hefur keypt af Eyjólfi með
Sjávarborgarbréfmu hefur hann selt Jóni Ásgeirssyni samkvæmt Vatnsfjarðar-
bréfmu 1. apríl 1467. Sj ávarborgarbréfíð er einnig prentað í DIIV, nr. 575, eftir
uppskrift þar sem ártal bréfsins er 1434; þar mun a.m.k. skakka einingum í
ártalinu („vij“ mislesið„iiij“).
^ registri við DI V er talið líklegt að þetta sé Hrísaklettur,og það er ugglaust rétt.
Samkvæmt Jarðabók Ártia Magnússotiar og Páls Vídalítis V (Kh. 1931-33), bls.
253(sbr. bls. 254), átti Máfahlíð í landi Hrísa „skipsuppsátur í plátsi því sem
kallað er Klettur", og við Klett var skipum og skreið rænt frá Birni og Þorleifi.
Það er sammerkt sendibréfum frá þessum tíma að þau eru hvorki ársett né
thgsett. Við útgáfuna í DI og síðar hefur bréf Björns til Brands verið talið
skrifað vorið 1467, og að því hníga miklar líkur: í bréfinu biður Björn Brand að
finna sig fyrir þingið (þ.e. alþingi) og víkur að því að hann eigi hjá sér ógoldin
þjónustulaun, en 26. júní 1467 hefur Björn fengið Brandi Bæ í Súgandafirði í
lögmannskaup sitt heima á Skarði(DI V, nr. 433). í annan stað segist Björn vilja
birta Brandi nokkur konungsbréf. Þá hefur Björn væntanlega verið búinn að fá
1 hendur kvittunarbréf konungs vcgna Guðmundareigna, sem getið var hér að
haman, en það bréf hefur Brandur transskríberað ásamt fleiri mönnum þennan
Sarnajúnídag á Skarði (DI V, nr. 431).
Kúpur í Dýrafirði var eitt af höfuðbólum Guðmundar Arasonar, sem Björn
1 "rk’ilssoi] taldi sig eiga.
12