Saga - 1985, Page 180
178
STEFÁN KARLSSON
krækling?22] fyrir mér, það er lítils vert hjá öllu öðru. En hver
hann er sem hann reyfar eða rænir heilög klaustur eða fyrir sak-
lausum mönnum, það er ólukkuvænlegt’. Síðan víkur Björn að
því að ónafngreindir menn hafi haft ’fyrir klaustrinu’ ogjónijóns-
syni23 búfé úr eyjum og einnig ’bígirndu þcir að taka’ skreið sem
klaustrið átti, Jón og Björn sjálfur. ’Þyki mér líklegt að dándi-
menn muni eitthvert fyrir sér hafa það þeir megi upp á reiða sig
með svodan aðburðum. Vil eg hafa yður góð ráð og annara dándi-
manna hvað yður þykir svarlegast hversu eg skal bera mig að hér
um’. Hér er lýst svipuðum gripdeildum þeim sem Arnbjörn
Sæbjarnarson var ákærður fyrir, en í ákærunni á hendur honum er
um mun meiri verðmæti að ræða, tekin frá Birni, þannig að Björn
hefur vafalítið skrifað Brandi áður en frést hafði til hlítar af þeim
ránskap.
Eins og áður segir (í nmgr. 20), hefur Brandur lögmaður komið
að Skarði og verið staddur þar 26. júní 1467. Eftir það er Björn
Þorlcifsson ekki viðstaddur varðveittar bréfagerðir — nema cf
vera skyldi liðsbónarbréfið, eins og síðar vcrður að vikið.
Hinn 4. sept. 1467 eru tólf menn nefndir í dóm af Brandi lög-
manni Jónssyni á Torfustöðum í Miðfirði á almennilegu þriggja
hreppa þingi, þar sem Arnbjörn Sæbjarnarson, ’sem þar var þá
fangaður fyrir lög’, er ákærður fyrir þær sakir sem áður vóru
raktar og dæmdur til lífláts með hálshöggi (DI V, nr. 434). Ákær-
cndur vóru Eyjólfur Jónsson í umboði Jóns bróður síns og þau
mæðginin Ólöf Loftsdóttir og Þorleifur Björnsson. í dómnum er
Björns Þorlcifssonar tvisvar getið sem eiganda ijár sem rænt var,
en það vekur athygli að hann er ekki sagður ’heitinn’, þó að kona
hans og sonur séu þarna málsaðilar, en ekki hann sjálfur. í inn-
gangi að DI V, nr. 441 (skiptabréfi eftir Björn) taldi Jón Þorkels-
son líklegt að dauða Björns sé ekki getið „af því, að víg hans hefir
22. Þannig hcfur Hermann l’álsson skilið orðið, Helgafell. Saga höfuðbóls og klaustufS
(Rv. 1967), bls. 91. — Hliðstæða væri ’Kvæklingahlíð’ fyrir ’Kræklingahlíð >
sem stundum má sjá í ritum frá 16. og 17. öld, sbr. Stefán Karlsson, ’Halldor
Guðmundsson, norðlenzkur maður’, Opuscula IV (Bibl. Arnam. XXX, Kh-
1970), bls.98.
23. Þessi Jón Jónsson er trúlega sá sami sem Arnbjörn Sæbjarnarson rændi, eins og
getið var hér að framan, og einnig sá Jón Jónsson scm var við eignaskipt' a
Gufuskálum 1465 í umboði Helgafcllsábóta (DI V, nr. 390).