Saga - 1985, Page 181
LIÐSBÓNARBRÉF
179
verið svo alveg ný að borið, að þeim hefir verið annað í hug en að
gera sér það að orðum“. Þetta er vandræðaleg skýring, og virðist
líklegraaðáTorfustaðaþingi4. sept. (og á Þingeyrum 6. sept., þar
sem dómurinn var þá skráður) hafi ekki verið vitað með vissu
hvort Björn var lífs eða liðinn.
Ollum frásögnum ber saman um að Björn ríki hafi verið veginn
af Englendingum. Flestar íslenskar heimildir (sem eru frá 1581 og
þaðan af yngri) segja að hann hafi verið veginn í Rifi, og sumar
bæta því við að Englendingar hafi höggvið hann í stykki og sent
líkið þannig Ólöfu konu hans.24 í samtímaheimild að kalla, bréfi
Kristjáns konungs fyrsta til bæjarráðsins í Lynn og fleiri 20. júní
1468 (DI X, nr. 22), segir einnig að Englendingar hafi drepið hirð-
stjóra („nobilem prefectum nostrum crudeliter necaverunt"), en
að þeir hafi haft líkama hans á skip og fleygt honum í sjóinn
(„secum ad naves corpus prefecti, quem necaverant, rapuerunt ct
ln mare pröjccerunt"). í rauninni kynnu í upphafi að hafa verið
áhöld um það hvort Björn hafi verið með lífsmarki, þegar hann
var fluttur á skip Englendinga, og því liafi hans ekki verið getið
sem látins manns við dóminn á Torfustöðum 4. september. Hins
er þó að geta að samkvæmt bréfi konungs 1468 sigldu Lynnverjar
þeir sem urðu Birni að bana ekki til íslands fyrr en nálægt Mikjáls-
messu, þ.e. 29. sept. („quidam de Lyndene ... qui circa festum beati
Klichaelis quidem jam preteritum in Islandiam navigabant").25
Mánudaginn fyrstan í vetri, þ.e. 19. okt. 1467, var arfi skipt
eftir Björn Þorleifsson í Vatnsfirði og bréfum það gert á sama stað
23. okt. (DI V, nr. 441). Við þau skipti hefur Ólöf Loftsdóttir
verið stödd, jungfrú Solveig dóttir hennar og Þorleifur Björnsson
lyrir sig og bræður sína.
Nú hefur verið rakinn ferill Björns Þorleifssonar síðasta
sumarið sem hann lifði eftir því sem heimildir leyfa: Eignir hans
°g fleiri manna eru gripnar á Snæfellsnesi um vorið, hann óttast
um sig svo mjög að hann leitar ráða hjá Brandi lögmanni, þó að
-4. Sbr. yfirlit yfir íslenskar frásagnir um afdrif Björns hjá Birni Þorsteinssyni,
Enska öldin í sögu íslendinga,bh. 208-12, og hjájóni Samsonarsyni, ’Bændahátt-
ur’.Gripla V (Rv. 1982), bls. 46-49.
-5. Bréf konungs er aðeins varðveitt í uppskriftum þannig að varla er fyrir það að
synja að þessi tímasetning hafi misritast.