Saga - 1985, Blaðsíða 182
180
STEFÁN KARLSSON
stirt hafi verið á milli þeirra að því er kemur fram í sendibréfinu
(DI V, nr. 432). Brandur heimsækir hann að Skarði íjúnílok á leið
til alþingis, en á áliðnu sumri er Björn veginn af Englendingum.
Einn fyrirmaður ránanna, huldumaðurinn Arnbjörn Sæbjarnar-
son, hefur þó verið fangaður og cr dæmdur til dauða norður í
Húnavatnssýslu í septemberbyrjun. í inngangi að útgáfu skipta-
bréfsins eftir Björn hefur Jón Þorkelsson getið þess til að Arnbjörn
hafi „ef til vill verið í vitorði eða samheldi með Einglendingum,
þótt ekki sé þess berlega getið í dóminum".
Hér skal sú tilgáta sett fram, að þeir feðgar Björn og Þorlcifur
sonur hans hafi farið í herferð út á Snæfellsnes síðla sumars 1467 til
þess að hefna harrna sinna og rétta hlut sinn. í þeirri herferð hafi
tckist að fanga Arnbjörn Sæbjarnarson og koma honum í örugga
geymslu, en hins vegar hafi Björn í leiðangrinum lent í viðureign
við Englendinga, sem hafi borið hann ofurliði og orðið honum að
bana.
Tilgátan um hcrferðina tengist annari tilgátu, þeirri að liðsbón-
arbréfið, sem hér er til umfjöllunar, sé frá Birni og Þorleifi sym
hans og hafi verið sent síðsumars 1467. Þá er rétt að skoða bréf-
textann í ljósi þessara tilgátna:
a. Sendandi talar í 1. pers. eintölu (’vil eg’ tvisvar, ’eg skr(ifa) ,
’mér er sagt’, ’bífala eg’), en ljóst er að foringjar í þeirri herferð
sem ráðgerð er eru tveir (’þeirra sem okkur vilja hjálpa’, ’viljn
við’, ’á móts við okkur’, ’þenktu við okkur’, ’hver magt okkur
liggur nú á’);2<’ 1. pers. fleirtölu notar bréfritari þar sem hann ræðn
um sig og væntanlega fylgismenn sína (’öllu því sem vér kunnuin
að fá n(áð)’).
b. Sá sem liðvcislu biður þarf mjög á henni að halda. ForingJ'
arnir þurfa ’(hjálp bæði) fátækra og ríka’, bréfritari biður viðtak-
anda að koma með ’svo marga menn’ sem hann gcti, ’sem fil
reidda’, þ.e. vel búna (vopnum og verjum),27 enda viti hann ’hver
magt okkur liggur nú á um fólkið’. Hér er sýnilega mikið í húfi a^
flokkurinn verði nógu öflugur.
26. Um notkun tvítölu sjá bók Helga Guðmundssonar, The Pronominal Dnal i" 1a
landic (University of Iceland Publications in Linguistics 2, Rv. 1972).
27. Sbr. norskt dæmi um ’reiða til’, Finn Hodnebo, Ordhog over Det gamle nor>
Sprog a/Dr.Johan Fritzner. Rettelser og tillegg (Bergen 1972), bls. 284.