Saga - 1985, Page 183
LIÐSBÓNARBRÉF
181
c. Sendandi á greinilega mikið undir sér, því að hann gyllir ekki
aðeins liðveisluna fyrir viðtakanda með væntanlegu herfangi,
heldur heitir hann jafnframt stuðningi í hugsanlegum eftirmálum:
yil eg og gjarna forsvara yður, hver sem hér kann upp á að tala
Se>n(na bæði með o)rð og verk’. (’með orð og verk’ = ’í orði og
verki’, sbr. DI VIII, nr. 154.)
d. Upp í förina á að leggja á sjó, en þó er ekki búist til sjóorustu;
það sýnir upptalningin á herfanginu sem í vændum á að vera fyrir
liðsmenn: ’kúgildi, hestar eður tygi eður annað lausagóss’. Eigi að
lcggja upp frá Skarðsströnd, mun orðalagið ’að fara út yfir
(jörðinn’ merkja að fara út á Snæfellsnes.28
e- Liðsbeinandi telur sér mikilvægt að safna að sér liði ’nú sem
snarast, því mér er sagt að hans e[........] hingað til þeirra’. Af
þessu er ljóst að sendandi á von á því að óvininum berist liðsauki,
en vegna þess að bréfið er skert er ekki ljóst hvert það lið er. Orða-
lagið ’hingað til þeirra’ bendir til þess að þcssa liðsauka væri að
V;enta úr fjarska, því að sjálfur er óvinurinn ekki alveg á næstu
gtosum. Hafi hann verið Arnbjörn Sæbjarnarson og hann verið í
handalagi við Englendinga, eins og Jón Þorkel'sson gat til, er
freistandi að fylla eyðuna ’að hans e[nsku vina sé von]’.
L Orðfæri liðsbónarbréfsins er óvenju norsku- eða dönsku-
skotið miðað við að bréfið sé skrifað ekki löngu eftir miðja 15. öld.
Sarna einkennis gætir mjög í sendibréfi Björns Þorleifssonar til
^rands lögmanns. Sameiginleg tökuorð (misgömul) í bréfunum
háðum eru ’dándimaður’, ’þenkja’ og ’bífala’.29
g- Annað samkenni á stíl liðsbónarbréfsins og bréfs Björns til
^rands er að talað er undir rós um suma hluti og beitt myndfnáli.
jsendandi liðsbónarbréfsins væntir þess að lið hans fái ’nokkura
riekking’ gert óvinunum, ’svo þeir ríði eigi svo vakurt sem þeir
afa áður riðið’. í bréfi Björns er þvílíkt líkingamál að finna: Um
Samkvæmt svari Hjálmars Gunnarssonar útgerðarmanns í Grundarfirði við
yrirspurn Guðrúnar Kvaran í útvarpsþættinum ’fslenskt mál’ 27. feb. 1985 fer
sa sem ætlar af Skarðsströnd í Stykkishólm eða Grundarfjörð ’út yfir fjörðinn/
^teiðafjörð’, en ætli hann á Hellissand eða Riffer hann ’út undirjökul’, og sé
29 fönnni heitið til Sigluness eða Brjánslækjar fer hann ’norður yfir flóann’.
I^ándimaður’ kemur æði oft fyrir í bréfum fyrir miðja 15. öld (sbr. registurvið
°I IV) , og sagnirnar ’þenkja’ og ’bífala’ eru báðar í sendibréfi Kristínar Guðna-
óttur, sem getið er hér að framan í nmgr. 15.