Saga - 1985, Side 184
182
STEFÁN KARLSSON
’Loft frænda’ segir hann að ’eigi má vita hvar óvænum gefur happ
þar eg á hlut að’ og ’þótt Loftur hafi nokkurn krækling [sbr.
nmgr. 22] fyrir mér, það er lítils vert hjá öllu öðru’, og um miður
vinsamleg samskipti þeirra Brands segir Björn ’enda kann vera þar
standist á hölda hugir’.
h. Kveðjan í bréfslok, ’Hér með bífala eg yður guði í vald og
hans móður Marie’, er orðrétt eins og kveðjan í oftnefndu bréfi
Björns Þorleifssonar til Brands lögmanns að því fráskildu að
Björn beygir þar nafn Maríu að íslenskum hætti en ekki latneskuni
og bætir við ’nú og allan tíð’. Líkar kveðjur eru einnig í bréfi Krist-
ínar Guðnadóttur, tengdamóður Halldórs Hákonarsonar, til
bónda síns, sem áður hefur verið minnst á (DI V, nr. 67), ’Hér
með bífala eg yður guði í vald og hans móður Marie og sancte
Pétri’, og í bréfi Jóns Erlingssonar, mágs Halldórs Hákonarsonar
(sbr. 9 í bréfaskránni í 2. kafla), til Guðna Jónssonar (DI VIII, nr.
154), ’Hér með bífel.<eg> yðr guði í vald og hans móður [skr.
,,mader“] Maríu og sancte Pétri nú og alltíð’. í öðrum sendi-
bréfum frá kaþólskum tíma, sem raunar eru ekki mörg varðveitt,
eru kveðjurnar ólíkari.30
Niðurstaða þessarar athugunar á efni og orðfæri liðsbónarbréfs-
ins mælir síst gegn því að sendandi hafi verið Björn hirðstjóri Þor-
leifsson og að bréfið hafi verið skrifað áður en hann lagði upp í sína
hinstu för út á Snæfellsnes. Á hinn bóginn fer því fjarri að nokkuð
hafi verið sannað um það efni, en vert er að hafa í huga að fán
menn aðrir væru líklegir til að hafa skrifað bréf af þessu tagi á þeim
tíma sem til greina kemur.
4. Viðtakandi
Viðtakandi bréfsins hefur verið einn og lægra settur en sendandn
því að framan af bréfinu er til hans talað í 2. pers. eintölu (’að þu
komir’, ’sem þér fylgir’).31 Þegar líður á bréfið er 2. pers. f°r'
30. Rétt er að taka hér upp kvcðju Guðna Jónssonar í sendibréfi tiljóns Sigmunds'
sonar (DI VII, nr. 460), ’Hér með geymi þín g[uð] og sancte Pétur nú og a"a
tíma’, því að hún er illa afbökuð í útgáfunni. Ljósprent af bréfinu fylgir Vestfirí
ingasögu Arnórs Sigurjónssonar.
31. Til samanburðar má nefna að Kristín Guðnadóttir þérar bónda sinn (DI V, I,r
67), Björn Porleifsson þérar Brand lögmann (DI V, nr. 432), Jón danur Bjöms