Saga - 1985, Blaðsíða 185
LIÐSBÓNARBRÉF
183
nafnið að vísu í fleirtölu (’vil eg og gjarna forsvara yður’, ’til yðar,
því þér vitið vel’, ’hér með bífala eg yður’), en þar mun sendandi
hafa viðtakanda ásamt mönnum hans í huga, sbr. eintölu í boð-
háttunum ’gjör’ og ’kom’ inni á milli, nema sendandi hvarfli á
nhlli þúunar og þérunar.
Ekki er ólíklegt að sendandi hafi gert fleiri liðsbónarbréf, jafn-
niikið og sýnilega hefur legið við, en hér er rétt að riíja það upp að
liðsbónarbréfið varðveitta var lagt í faldinn á bréfi sem Þorsteinn
Guðmundsson og annar maður vóru vottar við á Grund í Eyjafirði
1553.
Engar líkur eru á því að Björn Þorleifsson (eða annar Vestlend-
ingur) hafi sent þetta liðsbónarbréf norður í Eyjafjörð, því að hann
ætlar sér ’að fara út yfir fjörðinn, ef guð lofar, strax að hclginni’,
þ-e. væntanlega innan viku frá því að bréfið er skrifað.
Hins vegar var Þorsteinn bóndi á Grund ættaður að vestan,
sonur Guðmundar bónda Andréssonar á Felli í Kollafirði og Jar-
þrúðar Þorleifsdóttur hirðstjóra Björnssonar.32
Nú hefur þess verið til getið í 3. kafla að sendandi bréfsins hafi
verið Björn Þorleifsson, langafi Þorsteins á Grund, og að Þor-
leifur afi Þorsteins hafi verið hinn foringinn sem leynist á bak við
tvítölu sendanda. Líklegan *viðtakanda má telja hinn afann,
Andrés Guðmundsson á Felli í Kollafirði.
Sem kunnugt er gekk á ýmsu í samskiptum þeirra Skarðsfcðga,
Ejörns og Þorleifs sonar hans, og Andrésar Guðmundssonar Ara-
sonar á Reykhólum. Andrés var óskilgetinn sonur Guðmundar,
utanns Helgu systur Björns Þorleifssonar, en 1462 var gerður
kaupniáli þeirra Andrésar og Þorbjargar Ólafsdóttur Geirm"unds-
sonar.33 f kaupmálabréfinu lofar Björn að halda brúðkaup þeirra
32.
33.
son þcrar Pál mág sinnjónsson, bónda á Skarði (DI VII, nr. 295), Hallur prestur
Þórarinsson þérar Björn Guðnason í Ögri (DI VII, nr. 459), og það gcrir Jón
Erlingsson einneginn (DI VIII, nr. 154), en Guðnijónsson þúarjón Sigmunds-
son, en þérar þó í eitt skipti (DI VII, nr. 460). — Sbr. yfirlit yfir notkun þéringa
1 bók Helga Guðmundssonar (sjá nmgr. 26), bls. 34-64.
Einar Bjarnason, Lögréttumatinatal, bls. 574.
Ölafur tóni Geirmundsson hefur verið talinn handgenginn Skarðverjum, sbr.
Eeter Foote, Lives of SíJi«ís(Early Icelandic Manuscripts in Facsimile IV, Kh.
1962), bls.12, þar sem raktar eru samtímaheimildir um Ólaf og sagnir af
honum.