Saga - 1985, Page 186
184
STEFÁN KARLSSON
Andrésar og Þorbjargar ’upp á sína eigin peninga með þvílíkum
kostnaði sem kemur til .lx. hundraða’, og Þorleifur Björnsson
gefur Andrési jarðir, kúgildi og fleira (DI V, nr. 325).34 Það er því
ljóst að þcir Skarðsfeðgar hafa þóst eiga hönk upp í bakið á And-
rési og ekki ólíklegt að þeir hafi hvatt hann til liðveislu við sig
1467, en hitt er annað mál hvernig hann hefur brugðist við liðs-
bóninni. Ekki spyrst til Andrésar í heimildum á tímabilinu 1462-
67 nema einu sinni, þegar hann er brúðkaupsvottur norður í
Hörgárdal 1464 (DI V, nr. 364), og síðan ekki fyrr en haustið 1469
í Björgvin að hann þiggur ’Saurbæ á Rauðasandi og allar þær jarðir
sem þar til liggja’ úr hendi Solveigar systur sinnar, en þær jarðir
taldi Solveig hafa sér til erfðar fallið eftir foreldra sína, Guðmund
Arason og Helgu Þorleifsdóttur (DI V, nr. 491). Þegar þarna er
komið sögu, er Andrés í augljósum mótgangi við Skarðverja.3”
En úr því að þetta vestlenska liðsbónarbréf var í fórurn Þor-
steins Guðmundssonar á Grund 1553, verður varla bent á líklegri
viðtakanda þess en Andrés Guðmundsson, hvað sem sendanda
líður.
5. Lokaorð
Þessi grein er nú orðin lengri en ætlað var í öndverðu. Fyrir höf-
undi vakti að útryðja erroribus, en e.t.v. hefur hann jafnfranit
orðið til að hjálpa erroribus á gang, svo að vísað sé til kunnra orða
Árna Magnússonar.36
Það er því rétt að árétta að lokum að liðsbónarbréf það sem her
hefur verið til umræðu er ekki skrifað af Jóni biskupi Arasyni, eins
og talið hefur verið, og það verður því ckki notað til að varpa ljosi
á persónu hans. Á grundvelli skriftar má tclja fullvíst að bréfið se
skrifað af vestfirskum manni eða breiðfirskum á síðari hluta
15. aldar. Ekki verður fullyrt að bréfritari hafi verið Halldot
Hákonarson á Kirkjubóli í Valþjófsdal, enda þótt skriftarlíkindi
séu mest við bréf sem með nokkurri vissu má ætla að hann hafi
34. Sbr. einnig Arnór Sigurjónsson, Vestfirðingasaga, bls. 126-29.
35. Sbr. Vestfirðingasögu, bls. 189-91.
36. Sjájón Helgason, Handritaspjall (Rv. 1958), bls. 113.