Saga - 1985, Page 191
LENGI ER VON Á EINUM
189
uni Vatikansafnið, en hinn síðari Qallaði að mestu um þau skjöl, sem hann
hefur fundið í safninu og líkurnar á því, að fleiri skjöl sé þar að finna; voru
fyrirlestrarnir mjög vel sóttir og góður rómur gjörður að máli hans.
IV
Vatikansafnið er geysimikið að vöxtum, enda er þar að finna flest varð-
veitt skjöl, er varða samskipti páfastóls við umheiminn unr aldaraðir; leit
1 slíku safni er erfið og tímafrek, svo sem nærri má geta.
Fram eftir öldum var safnið lokað sagnfræðingum, þótt mörgum hafi
leikið hugur á að komast þangað til rannsókna; í hópi þeirra voru einnig
norrænir sagnfræðingar. En lengi vel báru tilraunir manna til þess að rann-
saka safnið sáralítinn árangur.
Það var fyrst á árunum 1858-61, að norska sagnfræðingnum P.A.
Munch prófessor tókst að fá aðgang að safninu til rannsóknarstarfa; hann
komst í persónuleg kynni við ýmsa þá menn, sem gátu hjálpað honum til
þess að fá aðgang að safninu, einkum yfirmann skjalasafnsins, síra Thein-
et, sem var þýzkrar ættar. Fékk Munch þannig leyfi til þess að vinna við
rannsóknir sínar á sjálfu safninu og smám saman fékk hann aðgang að
flestum þeim deildum safnsins, sem hann hafði áhuga á að rannsaka.
Rannsóknir Munchs vöktu mikla athygli manna víðs vegar og vörpuðu
nýju ljósi á margt í miðaldasögu Norðurlanda; hann hafði auðvitað
mestan áhuga á þeim skjölum, er snertu Noreg og erkibiskupsdæmið í
Niðarósi; hins vegar veitti hann einnig athygli skjölum, er snertu Dan-
mörku og Svíþjóð og kom upplýsingum um þau á framfæri við Dani og
Svía.
Rannsóknir Munchs tóku skjótan enda við óvænt andlát hans 1863; þá
kom enn skýrt í ljós, hve mikillar sérstöðu hann hafði notið, því að enginn
annar sagnfræðingur fékk að taka sæti hans; Vatikansafnið lokaðist nánast
aftur um nokkurt skeið. Þegar Theiner andaðist, var loks birt skýrsla um
starfsemi Munchs á safninu; vakti hún mikla athygli.
Píhs páfi IX andaðist 1878; efdrmaður hans var Leó páfi XIII. Hann
ákvað árið 1881 að opna Vatikansafnið fyrir sagnfræðirannsóknum; fjöldi
sagnfræðinga víðs vegar að kom til safnsins til þess að kanna skjöl þess og
baskur.
Norðurlandabúar tóku aftur upp þráðinn eftir Munch 1894, er Daninn
Laust Moltesen kom til Rómaborgar og hóf rannsókn skjala frá því eftir
1316. Frakkar höfðu þá hafið skráningu allra páfabréfa frá 1198 til 1316,
Scm síðar voru gefin út í mörgum bindum. í kjölfar Moltcsens komu Sví-
llln Karlsson og Norðmennirnir Gustav Storm og Alexander Bugge’, hófst
Þannig norræn samvinna við rannsókn Vadkansafnsins, sem stóð til ársins