Saga - 1985, Page 201
EINOKUNARVERSLUNIN Á ÍSLANDI OG FINNMÖRKU 199
öld og alveg fram til 1740.211 Áhyggjur stjórnvalda vegna fólksfækkunar í
verstöðvum á Finnmörku voru vafalaust einkum vegna þeirra pólitísku
aðstæðna sem fyrr voru nefndar.
Það má þannig segja að hugmyndirnar að baki einokunarstefnunnar á
íslandi og Finnmörku hafi verið þær sömu, óskin um að varðveita ríkis-
heildina. Einokunarstefnan í löndunum tveim átti þó að þjóna ólíkum
tnarkmiðum. Einokunin á íslandi átti að tryggja dönskum kaupmönnum
yfirráð yfir versluninni, aftur á móti átti einokunin á Finnmörku að koma
í veg fyrir að norskum íbúum þar fækkaði. Þetta verður að hafa í huga
þegar skipulag einokunarverslunarinnar á þessum tveimur stöðum er
skoðað.
Stjórnvöld í Kaupmannahöfn ákváðu verðlag bæði á íslandi og Finn-
mörku. Verðlag var mjög stöðugt eins og fram mun koma hér á eftir.
í einokunarleyfinu fyrir verslun á íslandi var kveðið á um að kaup-
mennirnir ættu að flytja til landsins nóg af góðum varningi. Þetta var
mjög almennt orðað og skuldbatt ekki kaupmennina í raun.21 Greiðslu-
frestur var takmarkaður og yfirleitt aðeins eitt ár.22 Finnmerkureinokun-
inni var í fyrstu, þ.e. frá 1681-1687, hagað eins og einokuninni á íslandi.
Þegar einkaleyfi Björgvinjarmanna voru endurnýjuð 1687, var þeim hins
vegar gert að sjá viðskiptavinum sínum fyrir tilteknum vörum í ákveðnu
magni á ári. Ef Finnmerkurbúar gátu ekki borgað, urðu einokunarkaup-
mennirnir að veita gjaldfrest.23 Þessu var breytt árið 1691 og kaup-
mönnum gert að eiga birgðir af vörum á Finnmörku árið um kring. En
nú var ekki lengur skylt að láta viðskiptavinum í té tiltekið vörumagn,
heldur skyldu embættismenn sjá til þess að hver fiskimaður fengi það sem
»þeir þurftu til að draga fram lífið“ á fyrirfram ákveðnu verði.24 Kaup-
maður var því aðeins skyldugur til að veita gjaldfrest á úttekt að afla-
brestur yrði.23 Reglur sambærilegar þessum giltu út einokunartímabilið á
Finnmörku.26
20. Norsk ekonomisk historie 1500-1979 (N0H) 1, Oslo 1979, s. 26 og 93-94; AlfKiil:
Nordlandshandelen i del 17. irhundre, Svorkmo 1941, s. 6-19.
21. Gísli Gunnarsson s. 174-175.
22. Sama rit s. 173.
23. Tronstad s. 142.
24. Chrislian V's Forordninger og andre aabne Brci>e,Kbh. 1751, s. 626; Nordnorske
Samlinger(NNS) IV, útg. O. Solberg, Oslo 1943, s.290-291.
25. Christian V’s Forordninger s. 626.
26- Tilskipanir frá 1703 (Halkild Nilsen: Bergenserneshandel i Finnmark i eldre lid,
Oslo 1966, s. 96) og 1729 (Nilsen s. 163) og 1746 (Nilsen s. 189). Á fríverslunar-
tímabilinu 1715-1728 féllu að sjálfsögðu úr gildi reglur um fast verðlag og
greiðslufrest (Nilsen s. 108-109).