Saga - 1985, Page 231
ÖXAR VIÐ ÁNA
229
Verk Kálunds átti erindi til íslendinga um 1884 en telja verður hálfgerða
tímaskekkju að gefa það út á íslensku árið 1984. Petta sést t.d. vel ef Þing-
vallakaflinn er borinn saman við hið efnismikla rit Matthíasar Þórðarson-
ar, Þingvöllur frá árinu 1945; kafli Kalunds um Þingvelli missti að miklu
leyti gildi sitt við útkomu þessa rits. Má heita auðsætt að fjöldi rita hefur
leyst af hólmi hina aðdáunarverðu sögustaðalýsingu Kálunds og þarft
v*ri að semja nýja. Um þetta skal ekki fjölyrt hér.
Árið 1961 birtist bókarkorn þeirra Björns Þorsteinssonar og Þorsteins
Jósefssonar um Þingvelli.8 Björn ritaði síðan kaflann um Þingvelli í
fimmta bindi safnritsins Landið þitt ísland'1 sem út kom á síðastliðnu ári
eins og rit Kálunds og bók Björns Th. Björnssonar, Þingvellir. Sú síðast-
nefnda er tæpar 200 blaðsíður, sem áður gat, og miklu meiri að vöxtum en
Þingvallakaflinn í Landinu þínu en hann er á 50 blaðsíðum, reyndar í
nokkru stærra broti. Myndefni er miklu glæsilegra í Landinu þínu; þar eru
eingöngu litmyndir og jafnvel yfirlitskort í litum og loftmynd með árit-
uðum örnefnum, allt ílitum í heilli opnu. Þettaer mjög til fyrirmyndarog
tekur öllu fram af svipuðu tagi í bók Björns Th. Björnssonar. Þá eru einar
tólf gamlar myndir og teikningar frá Þingvöllum í Landinu þínu, prent-
aðar með lit eða litum, en allt slíkt gamalt efni vantar í bók Björns Th.
björnssonar og er það miður. Litmyndirnar í báðum bókum benda til að
alltaf sé sumar og sól á Þingvöllum; þó hefur slæðst með ein vetrarmynd
1 Landið þitt, tekin í einmunablíðu.
Rit Matthíasar Þórðarsonar er eftir sem áður veigamesta ritið um Þing-
velli. Rit þeirra nafnanna eiga þó fullan rétt á sér, rit Matthíasar er óaðgengi-
^egt, þungt í lestri sökum efnismagns og heldur óliðlegrar efnisskipunar
°B hefur yfir sér mjög fræðilegan svip sem margir munu telja fráhrind-
andi. Hver kynslóð vill eignast rit við sitt hæfi, fólk á hverjum tíma gerir
uýjár kröfur í samræmi við nýjar hugmyndir og þarfir. Er áberandi að þeir
Birnir gera sér meira far en Matthías um að lýsa forvitnilegum stöðum og
8°nguleiðum í þjóðgarðinum utan svæðisins milli Almannagjár og Flosa-
SJar. Er þar komið til móts við þarfir fólks á suðvesturhorni landsins fyrir
hóflega langar gönguferðir um helgar. Björn Th. Björnsson leggur sér-
staka áherslu á að opna mönnum nýjar leiðir, m.a. með fjölda uppdrátta
en í bók Matthíasar er aðeins einn uppdráttur, sérstaklega gerður fyrir
bókina. Myndir eru fáar og lélegar í bók Matthíasar.
7.
8.
9.
Matthías Þórðarson: Þingvöltur, alþingisstaðurinn forni. Reykjavík 1945. (Saga
alþingis II)
björn Þorsteinsson. Þorsteinn Jósefsson: Þingvellir. Reykjavík 1961.
Þorsteinn Jósepsson. Steindór Steindórsson. Björn Þorsteinsson. Guðjón
Ármann Eyjólfsson: Landið þitt, ísland. 5. bindi U-Ö. Reykjavík 1984. [Björn
Þorsteinsson: Þingvellir A-Ö. Bls. 149-99]