Saga - 1985, Blaðsíða 232
230
GUÐRÚN ÁSA • HELGI ■ SVERRIR
ÞING VÖLL UR — HELGIS TAÐ UR?
Konráð Gíslason og Brynjólfur Pétursson ljúka forspjalli sínu að Ljóð-
mœlum Jónasar Hallgrímssonar 1847 með þessum orðum:
Gefi hamingjan, að allt, sem fegurst er og hreinast í kvæðum
þessum, hafi sem mest áhrif á hug og hjörtu þeirra allra, senr þau
eru ætluð.
Og hamingjan varð þeim gjöful, útgefendunum; hugarheimur sumra
ljóða Jónasar hefur grópast inn í vitund allflestra íslenskra manna og búið
um sig þar, mótað hugmyndir þeirra um land, þjóð og tungu, en einkum
á þetta við um Þingvallakvæðijónasar, Fjallið Skjaldbreiður, íslandfarsœlda
frón og Alþing hið nýja.
Eftir dag Baldvins Einarssonar og Fjölnismanna varð Þingvöllur við
Öxará helgistaður; þeir gerðu hina gömlu höfðingjasamkomu að frelsis-
þingi, í rómantískum litklæðum riðu frjálsræðishetjurnar góðu um
völluna, boðandi frið og fognuð.
Sú lífssýn sem þjóðernissinnar 19. aldar veittu löndum sínum hefur enn
ekki fjarað út, en ætla má að ný kynslóð lesenda hafi lítil sem engin tíðindi
af þessum viðhorfum, — þau hafa aldrei verið glögglega skýrgreind fyrir
henni. Þess í stað hefur ætíð verið haldið að mönnum þessum sömu skoð-
unum og þar er Björn Th. Björnsson einn í hópi margra merkra rit-
höfunda. Matthías Þórðarson hefur t.a.m. þessi orð um Grím geitskörog
endurspegla þau afstöðu margra kynslóða til þingstaðarins og þeirra
manna sem hann fundu og sóttu:
Grímur hefur verið göfugur maður að eðlisfari. Má ráða það af
trausti því, er Úlfljótur sýndi honum, þegar hann kjöri hann fóst-
bróður sinn og þegar hann fól honum þessa landkönnun, svo sem
til hennar var stofnað; en ekki verður göfugmennska Gríms síður
ráðin af hinu, hversu giftusamlega tókst til með Alþingis-stofnun-
ina, er „hánom fekk hverr maþr penning til á landi hér“. Og loks er
enn að nefna hið fegursta vitnið um andlega göfugmennsku Gríms.
„hann gaf fé þat síþan til hofa“.
Það er ánægjulegt, að minnast slíkra manna á „víkingaöld", sem
þessara fóstbræðra, Úlfljóts og Gríms, og slíkra framkvæmda, sem
þeir og forfeður vorir höfðu þá með höndum, er þeir settu Alþing1
á stofn. Slíkir menn og slíkir atburðir eru hafnir yfir öll „minnis-
merki" af manna höndum. „Hverr maþr á landi hér“ ætti að
minnast þeirra um allar aldir og veita þeim virðing og aðdáun
{Þingvöllur, 53).