Saga - 1985, Page 233
ÖXAR VIÐ ÁNA
231
Þremur árum áður en bók Matthíasar, Þingvöllur, kom út birtist rit
Sigurðar Nordals, íslenzk menning. Einn kafli þeirrar bókar ber nafnið
Þjóðarþing á Þingvelli og dregur Sigurður þar upp þá mynd sem flestir
íslendingar hafa gert sér um staðinn og þinghaldið forna, enda var þessi
kafli um langt skeið skyldulesefni í íslenskum unglingaskólum. Sigurður
segir á einum stað svo:
Landnámsmenn urðu íslendingar, um leið og þeir reistu byggð í
landinu og vissu um nafn þess, eins og maður varð Breiðfirðingur,
sem staðfestist við Breiðafjörð, Dalamaður meðal Breiðfirðinga,
Laxdælingur meðal Dalamanna, Hjarðhyltingur meðal Laxdæla.
En íbúar landsins urðu íslenzk þjóð á Þingvelli. Það gerðist vonum
fyrr. Snorri segir frá því, að Eyvindur skáldaspillir hafi um eða eftir
miðja 10. öld ort drápu um alla íslendinga og þeir hafi allir lagt
saman til þess að launa kvæðið stórmannlega. Alþingi stuðlaði að
því að vekja þjóðlega samvitund, glæða og varðveita frumlega og
einsteypta þjóðmenningu (íslenzk menning, 150).
En sýn hans er einnig Konráðs Gíslasonar (’Landið var fagurt og frítt’).
Sigurður segir:
Enn skulum vér koma á Þingvöll, eins og hann er nú á dögum. Þar
er undra fátt mannaverka, sem minnir á liðna frægð, fáeinar grasi
grónar rústir, litlar um sig, af búðum frá seinni öldum, er þingið
var fámennt og fornir veggir gengu meir og meir saman. En
staðnum hefur að mestu verið þyrmt við nýjum mannvirkjum, og
sjálfur er hann samur og forðum, ekki nema eitt lítið skarð brotið í
hamravegg Almannagjár, fjöllin óhögguð, vatnið jafnhvítt,
Öxará ófjötruð, djúp Flosagjár enn botnlaust og heillandi. Loftið er
svalt, áfengt af fjallablæ og lífgeislum. Enginn Islendingur getur
stigið fótum á þennan stað án þess að finna til lotningar og þakklæt-
is,... (S.r., 151).
Sams konar viðhorf koma fram í hinni frægu sonnettu Jakobs Jóhannes-
sonar Smára. En þar sem ritgerð Sigurðar Nordals var tilraun fræðimanns
°g skálds til að skilgreina þjóðveldið forna — hann reyndi að raða saman
Ur brotunum heillegri þjóðarímynd í anda hugmyndaheims samtíðar
sinnar — var kvæði Jakobs Smára samnefnari þeirra tilfmninga sem kyn-
slóð höfundarins og feðrum hennar hafði verið kennt að bera til staðarins:
Nú heyri eg minnar þjóðar þúsund ár
sem þyt í laufi á sumarkvöldi hljóðu.
f bók Björns Þorsteinssonar og Þorsteins Jósefssonar, Þingvellir, birtist
foikið úr þeim ættjarðarkvæðum sem ort voru til staðarins og fólksins sem
Þar ætlaði að safnast saman. Björn rakti líka stuttlega sögu Þingvallafunda
°8 prentaði fremst í ritlingnum sonnettu Jakobs Smára, líkt og tileinkun.