Saga - 1985, Side 234
232
GUÐRÚN ÁSA HELGI • SVERRIR
En hann gerði þó ekki neina grein fyrir hinni rómantísku afstöðu til stað-
arins og vitnaði aðeins til lofsöngva 19. aldar skálda en túlkaði ekki hug-
myndaheim þeirra. í nýrri ritgerð um Þingvelli í bókinni Landið þitt, 5.
bindi, lætur Björn Þorsteinsson prenta íslandfarsœlda frón, en annars vísar
hann sparlega í kvæði þjóðskálda. Hann gerir aftur á móti stuttlega grein
fyrir stöðu Þingvalla í sjálfstæðisbaráttu íslendinga á 19. öld. Einkennandi
fyrir afstöðu hans eru niðurlagsorð forspjalls greinarinnar:
Hinn 17. júní 1944 var fundur settur í sameinuðu alþingi að Lög-
bergi á Þingvelli og forseti þess, Gísli Sveinsson, lýsti yfir því, að
stjórnarskrá lýðveldisins Islands væri gengin í gildi. Draumsýn-
irnar um Þingvöll höfðu ræst, og Öxará niðar sigurglöð í
Almannagjá (Latidiðþitt 5, 151).
Björn Th. Björnsson rekur ekki sögu sjálfstæðisbaráttunnar og hann
vísar mun sparlegar í kvæði þjóðskálda en nafni hans Þorsteinsson. Aftur
á móti má glöggt sjá af skrifum hans að hann hefur ánetjast rómantískum
hugsjónum um Þingvelli. Menn geta borið þessa tilvitnun úr inngangs-
orðum hans saman við þá pósta sem teknir voru úr ritum Sigurðar Nor-
dals og Matthíasar Þórðarsonar:
Engu er líkara en íslenzka þjóðin hafi um ýmsa hluti átt sér leyndan
hollvætt. Eitt slíkra tilstilla er það, að saman fer helgasti sögustaður
hennar og sá staður í byggð landsins sem er hvað fjölskrúðugastur
og fegurstur að náttúrufari. Frásögn Ara af Grími geitskör, sem fór
um land allt að leita staðar undir allsherjarþing, nálgast þjóðsögu að
einfaldri snilld. í huga má sjá þá fyrir sér, Grím og fylgjara hans,
með móða og óskóaða hestana, uppi í Hallinum gegnt Bláskógum.
Þeir standa hátt í brekkunni, mælast ekki við, en horfa opineygir ut
yfir skóginn og vatnið og harðan völlinn fyrir neðan. Sá stríðhærði,
sem við skör sína er kenndur, snýr sér við og lítur til sólar, hvar hun
sé á baugnum; síðan horfast þeir á, félagarnir, með örlítilli bros-
vipru þreyttra manna í áfangastað (Þingvellir, 5).
Og:
í trássi við allt hefur þjóðin sanrt eignað sér staðinn. Hann er henni
skuggsjá sögunnar, hraunin og gjárnar dulið töfraland, sem hún a
en þekkir ekki. Eyðibæirnir í hrauninu eru líka saga í þessari sögu,
og fornu leiðirnar, skrifaðar hestshófum og gangandi fótum i
sjálfan jarðarsvörðinn.
Aftökustaðir myrku aldanna eru áminning um það, hver leiksopP'
ur tímans réttlæti mannsins er. Og þingstaðurinn, þar sem íslend-
ingar urðu að þjóð, þar sem skammæ sumarborg stóð ein í þessu
landi, er mönnum enn sá heiti brennidepill, að sjálft nafnið, Þing-
vellir við Öxará, hefur í sér hafinn hljórn (S. r., 7).
Þessi skoðun kernur víðar frarn; hún birtist í myndavali: Þingvellir í spari-