Saga - 1985, Síða 236
234
GUÐRÚN ÁSA ■ HELGI ■ SVERRIR
Við lestur þessara inngangsorða vaknar vondur grunur um að ekki sé
allt sem nákvæmast í hinni nýju Þingvallabók. í þessum kafla um þing-
staðinn verður athyglinni beint að því sem bókarhöfundur hefur nýtt fram
að færa um lögréttu, Lögberg og búðir (bls. 15-46). Þá flýtur með
athugun á því sem verður að teljast nýstárlegast í bókarkaflanum sem
nefnist „Kirkja, bær og tún“ (bls. 109-24) en það er kenning höfundar um
stein þann sem hann nefnir Álnarstein og er fyrir framan Þingvallakirkju.
Lögberg og lögrétta
Sú kenning höfundar að helstu stofnanir alþingis hafi skipað sér „i
nákvæman tímaöxul frá vestri til austurs" (bls. 41, sbr. 28, 32) erlíkleg til
að vekja athygli. Kenningin er sú að Lögberg við Almannagjá, lögréttur
yngri og eldri og mannvirkið á Spönginni, sem surnir hafa nefnt „Heiðna
Lögberg", hafi legiðílínu, sjónhending, austur-vestur, hornrétt á hádeg-
isbaug. Menn þykjast vita með vissu hvar yngri lögréttan hafi verið eftir
1594 en óvissa ríkir um það hvar verið hafi á þjóðveldistíma (fyrir 1262)
hin eldri lögrétta og Lögberg („Kristna Lögberg"). Skal fyrst vikið að
Lögbergi.
Lögberg. Matthías Þórðarson var ákafur boðberi þeirrar skoðunar að Lög-
berg hafi verið á eystri bakka Almannagjár, á Hallinum svonefnda, þar
sem sett hefur verið fánastöng. I riti sínu Þingvöllur frá 1945 (ss. MÞ) setti
Matthías fram þau rök, sem hann og aðrir hafa fært fyrir þessari skoðun,
og ritar að „staðhættir, fornleifar, fornrit og örnefni megi nægja til að
sannfæra mennumþað, hvarlögberg var og er á Þingvelli." (MÞ 166-67.)
Sú skoðun hefur orðið ofan á að Lögberg hafi verið vestan Öxarár, hja
eða nálægt skarði því í Hallinum sem fræðimenn koma sér saman um að
sé Hamraskarð Grágásar (MÞ 136-37). Á Hallinum norður af Hamra-
skarði er allntikið mannvirki, upphækkun eða áhleðsla, þar sem er fána-
stöngin. Hér gróf Sigurður Vigfússon tvo könnunarskurði árið 1880 en
tímasetningar hafði hann engar. Má því vel vera að mannvirki þetta, sern
etv. mætti líkja við hallandi pall, um 15-20 m breiðan, hafi orðið til eftir
1270 þegar formlegu þinghaldi var hætt á Lögbergi og það “týndist' •
Engu að síður trúði Matthías því að á áhleðslunni hefðu farið fram á þjóð-
veldistíma þau störf þingsins sem fram skyldu fara „að Lögbergi".
Matthías taldi víst að ræðumenn á Lögbergi hefðu snúið andliti í austur
°g þingheimur staðið í Hallinunr sjálfum, fyrir neðan áhleðsluna. Ekki
vildi hann fallast á þá skoðun Sigurðar Vigfússonar að hér sé „snarbratt
ofan frá gjábarmi og alveg niður á jafnsléttu."2 í íslendingasögu Sturlungu
2. Árbók Hins íslenzka fomleifafélags (1880 og 1881) 16.