Saga - 1985, Page 247
ÖXAR VIÐ ÁNA
245
Kálund hvað orðið hefði um steininn sem Teilmann lýsti en taldi hans vera
að leita í „vejgærdet ud for kirken". Matthías telur hann vera týndan
(MÞ 270).
Eins og við mátti búast kemur lýsing Teilmanns ekki að öllu leyti vel
heim við stein þann framan við kirkjuna sem höfundur Þingvallabókar
lýsir. Samkvæmt Teilmann skyldi vera „tværs over stenens forside ligg-
ende vandret indsænkning, omtrent 5 kvarter lang“ og skyldi vera alin-
mál.20 Þessa „láréttu lægð“ (svo Matthías Þórðarson) á „framhliðinni“
færir bókarhöfundur upp á brún og gerir alinmálið 63,26 sm þótt Teil-
tnann hljóti að eiga við fimm fjórðunga úr alin, 1 !4 alin eða sem næst 80
sm.
Ekki er auðskilið hvað vakir fyrir bókarhöfundi þegar hann ritar að rák-
irnar sex framan á steininum, gegnt kirkjunni, gætu „sem hægast verið
nierki þeirra breytinga" sem urðu á lengd álnar eftir 1683. Hún var jafnan
tepir 63 sm, aðeins hnikað til um millimetra. Okkur sem rýnum
umrædda bók mældist hins vegar bilið milli efstu og neðstu rákar 53-
54 sm, miðað við ystu mörk. Tvær rákanna virtust vera nokkurn veginn
helmingur af þessari lengd, ein sem næst fjórðungur. Þá er hugsanlegt að
ein rákin eigi að tákna spönn. Efst á steininum, nær Öxará, er sléttur flötur
°g því líkast sem höggvin hafi verið eða mörkuð á flötinn stutt, lóðrétt
strik, samhliða, eins og á kvarða og eru 49 sm frá hinu skýrasta þessara
strika, sem er lengst til vinstri, og út á brún til hægri.21 Ekkert skal fullyrt
um það hvort hér séu verk manna eða náttúru en rifjað upp að gamla
■slenska alinmálið var sem næst 49 sm og alinmálið 54 sm var þekkt hér á
landi; Jón Árnason biskup segir að þetta væri hin tíðasta lengd á íslenskum
alinkvörðum í upphafi 18. aldar og að mati Gísla Gestssonar má vera að
þessi „stutta Hamborgaralin" sé gömul á íslandi.22
Verður ekki annað sagt en öll umfjöllun höfundar um „Álnarsteininn"
hafi tekist hrapallega en hún verður kannski til þess að menn fari að veita
honum frekari athygli og leitt verði í ljós hvernig rákir hans og strik eru
fil komin.
AFTÖKUR OG ÖRNEFNI
í inngangsorðum lýsir höfundur markmiði með bók sinni svo að hann
freisti þess „að gera þjóðgarðinn á Þingvöllum enn frekar en nú er að
sannri „eign íslenzku þjóðarinnar". Þessu markmiði virðist höfundur oft
Kálund: Hist.-top. Beskr. I, 145.
■ Kálund lýsir níu þverstrikum, líklega þessum, segir þau álitin tengjast alinmáli
°g telur vera um 19 tommur milli hinna ystu, þ.e. sem næst hina fornu alin.
Hist.-top. Beskr. I, 146.
2- Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder XXI (1977) 83.