Saga - 1985, Blaðsíða 248
246
GUÐRÚN ÁSA • HELGI ■ SVERRIR
ná með því að draga skýr mörk þar sem eru óljós, gefa kennileitum nöfn
sem jafnvel áttu engin áður og lýsa staðháttum svo að þeir falli sem bezt
að því að gera Þingvelli minnilegan sögustað þeim sem ganga þar um,
bókin á að gera þeim kleift að benda á kennileiti og segja sögu þeirra eins
og höfundur bókarinnar gerir. Þessi aðferð kann að eiga rétt á sér til þess
að sameina þjóðina um mikinn sögustað en hún kann ekki síður að koma
af stað villum sem ekki er hægt að leiðrétta eftir að þær eru orðnar sam-
ofnar því sem flestir kunna að segja frá Þingvöllum.
Hér skal freistað að benda á fáeinar skekkjur og ruglandi sem stinga í
augu.
Aftökur, aftökustaðir
í bókinni eru níu lesmálssíður þar sem sagt er frá aftökum á Þingvöllum
og má það teljast ofrausn, því á einum stað (bls. 67) segir að fátt hafi „svo
af stórmælum gerzt í íslenzkri þjóðarsögu að berghamar Almannagjár
stæði þar ekki til vitnis", en þó nefnir höfundur fá stórmæli utan kristni-
töku á alþingi. Með kaflanum um aftökur tekst höfundi að skapa harm-
sögu Þingvalla, harmurinn dregur ferðamann að sér ekki síður en gleðin,
því er aftökusögunnar þörf, en hún er þó um margt varasöm í þessari bók.
Á bls. 47 segir að eftir lögtöku Stóradóms 1565 megi kalla „að dauðarefs-
ingum hafi verið beitt á Alþingi hvert sumar...“ Þetta mun ofmælt. Eftir
Stóradómi mun fyrst hafa verið dæmt um 1590 og varðveittar heimildir
geta fyrst um aftöku á Þingvöllum árið 1602. Eftir það er töluvert afheim-
ildum um aftökur þar, en fjarri fer að greint sé frá aftökum „hvert sumar ;
þetta kemur glöggt fram í bók eftir Pál Sigurðsson, Brot úr réttarsögu, en
þar segir Páll að stundum liðu allmörg ár milli þess að dauðamönnum vaeri
hegnt á þingi.1
Höfundur setur fram þá tilgátu á bls. 54 að hérlendis hafi þeir sem
dæmdir voru til dauða fyrir galdra verið lagðir bundnir á köst og er svo að
skilja af orðum hans að hann telji að kveikt hafi verið undir kestinum þar
sem maðurinn lá. Þetta er þó hæpin tilgáta, vani var t.d. í Noregi að hinn
dæmdi væri bundinn á stiga og velt þannig á bál sem logaði glatt. Páll Sig"
urðsson telur í áðurnefndu riti að galdramenn hérlendis hafi annaðhvort
verið bundnir við staur eða legið eða setið bundnir ofan á bálkestinum,
Páll segir þó að um þetta séu engar heimildir. Tilgátu sinni virðist höf-
undur Þingvalla finna stuðning í Árbókum Jótis Espólíns, sem segir frá þvl
er brenndur var Lassi Diðriksson á alþingi 1675; Espólín fer líklegast eftir
Sjávarborgarannál sem segir þó ekki eins og Espólín að eldurinn „slokknaði
1. Sjá Páll Sigurðsson: Brotúrréttarsögu. Rvk 1971, bls. 13-14, 25, 32-33, 46-47, 53-
54, 60.