Saga - 1985, Side 250
248
GUÐRÚN ÁSA ■ HELGI • SVERRIR
þegar hann segir að 17 þjófar voru hengdir á Reynistað „suður á vellinum,
er síðan heitir Gálgagarður, en dysjaðir fyrir sunnan á í gilinu; heitir þar af
Dysjagil.“4 í lögbókarhandriti á skinni sent talið er frá seinni hluta 16.
aldar, AM 345 fol. (Reykjabók), eru myndir sem taldar eru sýna margt úr
íslenzku þjóðlífi, m.a. hvalskurð, sveitabæ, brúðkaupsreið, messugjörð,
og ein myndin sýnir hanga dingla í snöru, gálginn er þvertré sem lagt er
milli tveggja staura sem reknir eru ofan í grónar þúfur, en böðullinn
gegnir skyldu sinni efst í stiga sem hallast upp að öðrum staurnum. Á
gagnstæðri síðu er sýnd ferð vitna á aftökustað, fremstur er prestur með
bók í hendi en á eftir fara embættismenn í röð með tígulega hatta á höfði.
Önnur mynd af hengingu er í AM 147 4to (Heynesbók) frá fyrri hluta 16.
aldar og þótt skert sé má greina á myndinni sams konar gálga og á fyrr-
nefndri mynd. Þriðju myndina má nefna í Stock. Perg. fol. nr. 10, sem er
skrifað árið 1616, en þar er teikning sem talin er eftir Indriða Jónsson lög-
réttumann í Selvogi og sýnir hún gjörla sakamann festan upp í gálga
gerðan af tveimur staurum með þvertré á milli.5 Má allt eins trúlegt vera
að sama lag hafi verið á gálgum hérlendis sem í nálægum löndum og sá
sem gengur um Stekkjargjá hlýtur að sjá hve óhægt er að finna þar samsíða
kletta sem henta til hengingar, enda ber heimildarmönnum ekki saman
um aftökustað eins og nú skal hermt. í Stekkjargjá telur þó höfundur Ping-
valla að kjörinn stað sé að finna til umræddra hluta, en aftökustaðir telur
hann hafi verið þar „einkum tveir“ (bls. 56) og nefnir annars vegar Gálga
eða Gálgaklett í Stekkjargjá við lægri gjárbarminn, 50-60 metrum norðan
við stekkinn þar og hins vegar Gálgakletta rétt innst í Stekkjargjá við
Langastíg vestan megin undir hærri gjárbarminum. Heimildarmenn
höfundar um fyrri staðinn eru bræðurnir Árni og Bjöm, synir séra Björns
Pálssonar (1791-1846), sem prestur var á Þingvöllum 1828-1844, bjuggu
þeir bræður víða um ævina, en 1863-1864 sögðu þeir Sigurði Guðmunds-
syni málara af Gálga norðan við stekkinn í Stekkjargjá. Segir Árni í bréfi
til Sigurðar 1864 að hann hafi heyrt kallaðan Gálga um 30 faðma norðan
stekksins milli lægri barms og klettanna og að í galsa þeirra krakka hafi
fundizt „rif áþekkt mannsrifi" nærri Gálga, en bróðir Árna, Björn, skýrð'
Sigurði frá því að sex eða sjö hauskúpur voru í holu við gálgann norðan
4. Sjá íslenzk fornrit VII. Rvk 1936, bls. 168; Annálar 1400-1800 I. Rvk 1922-27,
bls. 63.
5. Teikningin í Stock. fol. Perg. nr. 10 er prentuð í Daníel Vetter: ísland. Ferðasaga
frá Í7. öld. (Safn Sögufélags I. bindi.) Rvk 1983, bls. 91, og myndin úr AM H7
4to er prentuð í bók Halldórs Hermannssonar, Icelandic Uluminated Manuscrip<s
of the Middte Ages. (Corpus Codicum Islandicorum Medii Aevi Vol. VII.) K-ú
1935, mynd nr. 76c.