Saga - 1985, Page 254
252
GUÐRÚN ÁSA • HELGI ■ SVERRIR
á alþingi.12 Nafnið Drekkingarhylur er ekki nefnt í greindum skrifum né
heldur í sóknarlýsingu séra Björns Pálssonar 1840, en hann segir að fram
úr Almannagjá „er flatur gljúfrafoss með urð niðrí ómerkilegri."13
Lýsingar höfundar Þingvalla á þverhníptum hraundrang (myndatexti
bls. 56) þar sem dauðakonum var fleygt í poka fram af og ofan í ógnar-
svelg (bls. 55) eru ótrúverðugar. Heimildir um drekkingaraðferðir á
Þingvöllum eru of ungar og uppruni þeirra of óljós til þess að unnt sé að
taka mark á þeim. Lítið er vitað með vissu um aðferðir eða staðhætti á
öðrum stöðum á landinu þar sem sakafólki var drekkt en tvö dæmi má
taka sem segja frá drekkingu. í Vallaantiál segir að konu var drekkt „í
kílnum út og niður undan Möðruvöllum" og í Grímsstaðaannál segir af
konu sem drekkt var í Gerðalæknum, sem er nærri Ballará í Dölum og
mun ekki hábekktur lækur fremur en kíllinn niður undan Möðru-
völlum.14
Stór ágalli þessarar bókar er hve höfundur er lítt vandur að heimildum,
kemur það fram á tvennan hátt; örnefni sækir hann ekki alltaf til hinna
staðkunnugustu manna og í annan stað leitar hann ekki fanga þar sem
áreiðanlegastar heimildir eru um tíðindi á Þingvöllum.
Skal fyrst vikið að örnefnaleit höfundar og staðháttalýsingum hans þar
sem skeika virðist svo máli skiptir og hætta virðist á að týnist fróðleikur
um örnefni og staðhætti eftir þeim sem bezt ættu að þekkja en í staðinn
komi annað fyrir tilstilli bókar.
Oft nefnir höfundur Kárastaðanes og merkir það á kort á bls. 90 á sama
hátt og gert er á landabréfum og lætur yztu tána heita Rauðukusunes. í
örnefnaskrá á Örnefnastofnun um örnefni í Kárastaðalandi, sem gert
hefur Guðbjörn Einarsson fyrrum bóndi á Kárastöðum, heitir þetta nes
Rauðukusunes en táin Nestá og segir í skránni að nafnið Kárastaðanes eigi
engan rétt á sér.
Á landabréfi frá árinu 1969, sérkorti af Þingvöllum, er merktur Rauðs-
hóll við Hrafnagjá; sami hóll heitir Rauðhóll í grein Ásgeirs Jónassonar
frá Hrauntúni, „Örnefni í Þingvallahrauni", og einnig heitir hann Rauð-
hóll í skrá um landamerki Þingvalla frá 1886,15 en höfundur notar nafn-
12. Sjá Sigurður Guðmundsson, Alþingisstaður, bls. 56 og Matthías Þórðarson,
Þingvöllur, bls. 214.
13. Sjá Árnessýsla. Sýsltt- og sóknalýsingar. Svavar Sigmundsson sá um útgáfuna.
Rvk 1979, bls. 179.
14. Annálar 1400-18001, bls. 471; Annálar 1400-1800III. Rvk 1933-1938, bls. 466.
15. Sjá Árbók Fornleifaféiagsins 1937-1939, bls. 150; og Matthías Þórðarson, Þing-
völlur, bls. 286.