Saga - 1985, Page 256
254
GUÐRÚN ÁSA • HELGI ■ SVERRIR
vestan við Neðra-Apavatn, milli þess bæjar og Póroddsstaða og er enn
sjáanleg og greiðfær ríðandi mönnum. Lýsir séra Halldór Jónsson henni í
sóknarlýsingu Mosfellssóknar 1840 og hún er merkt á gömul landabréf.
Þá ruglar höfundur með Lyngdalsheiði (bls. 183), segir þar eftir Þorvaldi
Thoroddsen að heiðin sé „breið eldfjallabunga", en í Jarðfrœði Þorleifs
Einarssonar er heiðin sögð grágrýtisdyngja.18
Á hrauninu norðaustur af Þingvallabæ eru nú tvö eyðibýli, Skógarkot
er nær Þingvöllum en ekki fer einni sögu af nafni þess sern er norðar og
fjær. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns nefnir hjáleiguna Ölkofra,
eyðibýli í landi Þingvalla, og greinir einnig Þórallastaði sem lagzt hafi í
auðn um stóru pláguna, en byggzt aftur og kallað síðan Skógarkot „því
Þórallastaðir meinast verið hafi í sama stað sem nú er Skógarkot", segir
þar.19 í sóknarlýsingu sinni 1840 segir séra Björn Pálsson að eyðibýlið
Þórhalls- eða Ölkofrastaðir sé fyrir austan Skógarkot og stekkur þaðan.
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi segir að skammt suður frá bænum
Skógarkoti sé stekkur og þar „vanalega kallað Ölkofrustaðir". Þennan
stekk kallar Kr. Kálund Þórhallsstaði og segir að Þórhallur ölkofri eigi að
hafa búið þar. Ásgeir Jónasson segir frá Gamla-Stekk, stekk frá Skógar-
koti, í grein sinni og segir líkur á að þar hafi Ölkofrastaðir verið.2" Af
þessu má sjá að engan veginn er víst hvar fornbýlið á Þórhallastöðum í
Bláskógum var, þar sem ölgerðarmaðurinn Þórhallur ölkofri bjó og Öl-
kofra þáttur segir frá; óvíst er hvort Þórhallastaðir sem þátturinn nefnir
voru þar sem nú heitir Skógarkot eða hvort þeir voru á rústunum í leitinu
fyrir sunnan Skógarkot eða einhvers staðar annars staðar í Bláskógum. Á
bls. 148 er höfundur þó ekki í vafa um að bær Þórhalls ölkofra stóð þar
sem séra Björn Pálsson nefndi Þórhalls- eða Ölkofrastaði, Kálund Þór-
hallsstaði, Brynjúlfur frá Minna-Núpi Ölkofrustaði og Ásgeir Jónasson
Ölkofrastaði eða Gamla-Stekk. Virðist höfundur velja heimildir fyrir
þessari nafngift sem bezt falla að sannfæringu hans sjálfs um hvar Ölkofri
bjó en leiðir hjá sér óljósa meiningu heimildarmanna Jarðabókar þeirra
Árna og Páls um að Þórallastaðir sé eldra heiti á Skógarkoti, en Ölkofra
nafn á eyðibýli í skóginum á hrauninu.
Frá Grímsstöðum eða Grímastöðum segir höfundur á bls. 173-74 og
segir þá vera fram undan Brúsastaðabrekkum. Sigurður Vigfússon taldi
að helzt væri að ráða af sögum að Grímsstaðir hefðu annaðhvort verið á
18. Sjá Þorleifur Einarsson: Jarðfrœði. Rvk 1968, bls. 257-258.
19. Jarðabók Árna Magmissonar ogPáls Vídalínsll. Kh. 1918-1921, bls. 364.
20. Sjá Árnessýsla. Sýslu- og sóknalýsingar, bls. 186, einnig Brynjúlfur Jónsson:
Rannsókn í Árnesþingi sumarið 1904, Árbók Fornleifafélagsins 1905, bls. 46;
Kálund: Hist.-top. Beskr. 1, bls. 153; Ásgeir Jónasson: „Örnefni í Þingvalla-
hrauni". Árbók Fornleifafélagsins 1936-37, bls. 152.