Saga - 1985, Side 258
256
GUÐRÚN ÁSA ■ HELGI • SVERRIR
námu, Njálu, Ölkofraþœtti, Laxdcvlu, Bandamanna sögu og Sturlungu, þekki
nú fáir eða engir en af þessum heimildum sé að ráða að nafnið Bláskógar
sé notað um allt kjarrivaxna hraunsvæðið umhverfis Þingvallavatn að
norðan, vestan og sunnan og hafa fræðimenn síðari tíma fallizt á þessa
skoðun hans.22 Höfundur vill þrengja að örnefninu Bláskógar, halda því
innan marka sigdalsins í núverandi þjóðgarði og virðist þar fara eftir
merkingunni á landabréfinu frá 1969.
NIÐURLAG
Val heimilda. Hér skulu nefnd dæmi um óvandfýsi höfundar á áreiðanleg-
ustu heimildir um atburði sem gerst hafa á Þingvöllum. í stað þess að fara
eftir annálum sem stundum eru samtímaheimildir velur höfundur íslands
Árbœkur eftir Jón Espólín sem ritaðar eru að mestu nærfellt þremur ára-
tugum eftir að þinghald lagðist af á Þingvöllum. Á bls. 48 greinir höf-
undur frá aftöku á Þingvöllum 1602eftir sögnjóns Espólíns, frumheimild
um þennan atburð er annáll Björns Jónssonar á Skarðsá en hann var trú-
lega á þingi þetta ár og sjónarvottur þess sem hann lýsir í annálnum, sem
hann skrifar líklega um þrjátíu árum síðar.23 Enn meinlegra er þegar höf-
undur tekur frásögn Espólíns til vitnis um hýðingujóns Guðmundssonar
úr Austmannsdal 1698. Espólín segir sökjóns þá að hafa barið prest sinn,
og hefur höfundur það eftir (bls. 52). Umjón er langur pistill í alþingisbók
1698, einnig í Mœlifellsannál og Fitjaannáb, þessar heimildir greina sökjóns
ótilheyrileg orð og framferði við sóknarprestinn en segja hvergi að Jón
barði prest sinn.24 Enn leiðir Espólín höfund á villigötur á bls. 48 þar sem
höfundur fullyrðir að á þingi 1650 „voru líflátnir átta, karlar og konur“.
Espólín segir „er svo sagt að á því alþingi væri alls líflátnir VIII“, ekki eru
þó aðrar heimildir um að fleiri hafi verið líflátnir á þessu þingi en þrjár
manneskjur.2'1
Aftur á bls. 50 villir Espólín um; höfundur lyftir stíl sínum á flug og
segir „...á galdraöldinni, þegar öxin vindur sig upp og verður sem að
steini í höndum böðulsins...". Þessum atburði er lýst í Seiluannál sem
22. Sjá Kálund: Hist.-top. Beskr. I, bls. 156; tslenzkfomrit I. Rvk 1968, bls. 8nmgr. 2;
íslenzkfornrit XI. Rvk 1950, bls. 83 nmgr. 1.
23. Annálar 1400-18001, bls. 187-188.
24. Sjá Alþingisbœkur íslands IX. Rvk 1957, bls. 80-82; Annálar 1400-1800 I, bls.
586; Annálar 1400-1800 II. Rvk 1927-1932, bls. 331.
25. Sjá íslands Árbatkur... afjóni Espolin VI deild. Kh. 1827 bls. 136; Atmálar 1400-
1800 II, bls. 166; Páll Sigurðsson, Brot, bls. 46, 54.