Saga - 1985, Page 259
ÖXAR VIÐ ÁNA
257
mun frumheimild, þegar Jón Sýjuson (Jónsson í alþingisbók 1650) var
höggvinn „vöfðust öxarnar upp sem í stein hyggi“, en Espólín segir að
exin þótti vefjast upp sem í steini.26 Bókarhöfundur hefur bætt orðalag
Espólíns til þess að fá merkingu, sem gengur þó þvert á frásögn frum-
heimildarinnar.
Á einum stað sækir höfundur fróðleik í annál Gísla Þorkelssonar á Set-
bergi, sem af fæstum er talin áreiðanleg heimild; á bls. 48-50 setur höf-
undur fram kenningu um hvernig menn hlutu böðulsstarf og vitnar til
annáls Gísla um að Guðlaugur á Hvaleyri var „leystur frá refsingu með
því að hann gerðist böðull“. Þetta eru þó engan veginn orð Gísla, sem
segir að eftir að Guðlaugur stal úr búðum danskra „fékk hann eða var tek-
inn fyrir böðul. “27
Einhverjum kann að þykja þetta hinn mesti sparðatíningur, en með
honum er reynt að minna á ábyrgð höfundar bókar sem notfærir sér það
sem aðrir hafa skrifað og sagt. Þjóð sem leitar vitneskju um Þingvelli í bók
Björns Th. Björnssonar á þá kröfu á hendur honum að hann segi frá eftir
því sem réttast og sem næst í tíma er sagt um atburði og eftir því sem stað-
kunnugastir inna. Dæmin sem á undan voru tekin þykja sýna að höfundur
Þitigvalla leitar ekki alltaf heimilda um örnefni, staðhætti eða atburði þar
sem vænta má vitneskju þeirra sem gerst þekkja. Hann kýs að einfalda og
alhæfa, kýs ekki að lýsa Þingvöllum með efa fræðimannsins heldur með
hugarflugi skáldmennis. Frásögn hans svipar til helgimyndar, mynd-
smiðurinn skapar þá drætti sem þarf til þess að gera dýrlingsmynd. Og
myndsmiður dýrlings efar ekki fremur en söguritari hans að allt sem sagt
er af hinum helga manni sé satt ef það kallar á drátt í mynd eða þátt í lífs-
sögu dýrlings sem getur varðveitt písl og dýrð hans í hugum þeirra sem á
horfa eða sögu hlýða.
Meðferð efnis. Galli er það á framsetningu efnis og skipan hvernig segir frá
landskjálftanum (jarðskjálftanum) 1789. Við hann breyttust landshættir á
Þingvöllum, alfaraleið undir Hallinum að sunnan hvarf t.d. í vatn vegna
jarðsigs og Öxará mun hafa tekið að spilla völlunum ákafar og meir en
áður. Frá því segir í mörgum áfongum hver áhrif þessara atburða urðu
(bls. 38, 57, 62, 68, 122, 126, 129 oge.t.v. víðar) en heildaryfirlit vantar.
Hefði verið sjálfsagt að hafa slíkt heildaryfirlit í upphafsköflum bókarinn-
ar.
Kort eru mörg í bókinni og er það vel en því miður hefur láðst að tengja
þau við textann, mun sjaldan eða aldrei vera vísað til þeirra í meginmáli.
26. Sjá Atmálar 1400-1800 I, bls. 294; íslands Árbœkur VI deild bls. 135.
27. Annálar 1400-1800 IV, Rvk 1940-1948, bls. 89.
17