Saga - 1985, Side 261
ÖXAR VIÐ ÁNA
259
Ekki er að finna í bókinni neinar upplýsingar um gerð leturs og pappírs
né hvað efnið heitir sem bókin er klædd og mun „bókamönnum" þykja
þetta miður.
Um myndir er áður getið, þær standast illa samjöfnuð við myndir
Þingvallakaflans í Landinu þínu. Mikið lýti er hversu daufar sumar svart-
hvítu myndanna eru, nokkrar svo dökkar og óskýrar að þær koma að litlu
gagni eða engu (sbr. bls. 11, 59; ennfremur 91, 127).
Auk hinna stærri hnökra eru smáhnökrar á texta bókarinnar eins og oft vill
verða og mætti nefna að Kulturhistorisk leksikon og Nordisk kultur er
blandað saman (bls. 14), Þorleifur jarlsskáld er nefndur jarlaskáld (bls. 47),
austan á að vera vestan (bls. 32, 1 15 ao) og fleira mætti telja af þessu tagi en
sumt hefur verið nefnt hér að framan.
Eiginlegar prentvillur eru hvorki margar né skaðlegar, þær helstu sem
fundust eru
bls.5, 1 10 an alþingishelgum les alþingishelgun
bls. 15, 1 18 an frá þessi lcs frá þessu
bls. 22, 1 4 an ákvarður les ákvarðaður
bls. 113, 1 8 an menna les manna
bls. 114, 1 4 an forna les fornra
Framar var bent á að heimildanotkun höfundar virðist nokkuð ábóta-
vant, hann notar ekki þær heimildir sem best telst mega treysta og fyrir
kemur að hann lesi annað úr heimildum en með réttu má gera. Þetta gerir
bók hans óáreiðanlega og oft villandi og einnig það að höfundur virðist
ekki nota, jafnvel ekki þekkja, rit sem hefðu getað komið honum að
gagni; má þar nefna Brot úr réttarsögu eftir Pál Sigurðsson. Tilvitnanir úr
heimildarritum eru ekki allar nákvæmt hermdar og munar stundum um
merkingu af þeim sökum; dæmi má nefna:
bls. 30, 1 12 ao á les í
bls. 48, 1 17 an í les að
bls. 52, 1 9 an Austmannadal les Austmannsdal
bls. 71, 1 11 an mér les mér sem
bls. 72, 1 12 an falskleika les falsleika
bls. 81, 1 2 ao mýbit les mýfluga
bls. 128, 1 4 ao hver les hvor
bls. 178, 1 24 an norður les norðan.
Lokaorð. Bók sem þessi verður að gjalda þess að fornleifar liggja ósnertar
tjörðu á Þingvöllum enda finnur höfundur réttilega að því að enginn forn-
leifauppgröftur að ráði hefur farið þar fram, en markviss fornleifarann-
sókn á Þingvöllum kynni að skýra margar óleystar gátur og væri betur að
slíkt verk beri bráðum að höndum. Heilshugar verður einnig tekið undir