Saga - 1985, Page 263
JÓN THOR HARALDSSON
Þankabrot um byltingar
Það mun verið hafa veturinn 1947-1948 að ég settist við fótskör Sverris
Kristjánssonar í þáverandi Gagnfræðaskóla Vesturbæjar; „Ágústarskól-
inn“ var hann stundum nefndur manna í millum. Sverrir kenndi mér sögu
og var yfirburðagóður kennari. Líkt og sönnum uppalanda sæmir leitaðist
hann við að fá okkur unglingana til að hugsa sjálfa og átti þá til að skoða
hlutina frá allt öðru sjónarhorni en við áttum að venjast. Eitt sinn man ég
að hann spurði út í bekk: „Vitið þið hvenær byltingar eru löglegar?" Ekki
kunnu menn svar við því, hvernig sem við brutum heilann. „Þær eru lög-
legar þegar þær heppnast."
Sverrir nefndi áreiðanlega engan höfund að þessari hugsun, þessu
kjarnyrði eða hvað menn vilja nefna það, en ekki leið á löngu áður en það
síaðist einhvern veginn inn í mig að þetta væri eignað Jóni Þorlákssyni.
Jón mun hafa velt meira fyrir sér fræðilegri hlið stjórnmálanna en títt er
um borgaralega leiðtoga í orrahríðinni miðri. Hann var því manna líkleg-
astur til þess að leiða hugann að byltingum. Að minnsta kosti hefur Einar
Olgeirsson það eftir honum á „róstutímunum" upp úr 1930 að
„Kommúnistaflokkurinn væri orðinn jafnfjölmennur að tiltölu og
rússneski flokkurinn, þegar hann tók völdin, svo að menn yrðu að fara að
gá að sér“ (Einar Olgeirsson 1983, bls. 221).
Löngu seinna kemst svo kjarnyrðið á prent, að minnsta kosti hefég ekki
rekizt á það fyrr. Gunnar Thoroddsen var sem kunnugt er nánast pólit-
ískur uppeldissonur Jóns, sem átti móðursystur hans. í útvarpsfyrirlestri
sem Gunnar birti í tímaritinu Stejni 1979 segir svo um Jón:
Hann var einnig glaðsinna og gamansamur, þegar svo bar undir,
og hafði einstakan hæfileika til þess að segja skoðun sína og komast
að kjarna málsins í stuttum, hnitmiðuðum setningum. Eitt sinn var
það í hópi manna, að rætt var um byltingar, hvenær hægt væri að
telja að bylting væri eða yrði lögleg, t.d. þegar þeir, sem sigruðu í
átökum, hefðu tekið völdin og ríkt um skeið. Eftir að margvíslegar
skoðanir og skýringar höfðu komið fram, þá sló Jón Þorláksson
botninn í þessar umræður með einni setningu. Hún var þessi:
„Bylting er lögleg, ef hún lukkast" (Gunnar Thoroddsen 1979,
bls. 16).
En þetta er trúlega eldra, altjent hugsunin.