Saga - 1985, Page 264
262
JÓN THOR HARALDSSON
Ben Jonson (1573-1637) er strax kominn býsna nálægt henni þegar hann
segir: „Let them call it mischief; when it’s past and prospered, it will be
virtue“ (Edward 1933, undir „Revolution"). ThomasB. J?eedlætursvoum
mæltífulltrúadeildBandaríkjaþings 12. apríl 1878: „Theonlyjustification
ofrebellion is success" (Mencken 1942).
Það var samt annað, sem hratt mér út í þessa lúsaleit. Trygve Bull er
maður nefndur, þekktur á vinstra væng norskra stjórnmála. Kunn er bók
hans um „Mot dag“, samtök marxista sem undir stjórn Erlings Falks bók-
staflega sópuðu til sín gáfuðustu háskólaborgurum millistríðsáranna í
Noregi. Bull fylgdi lengst af Verkamannaflokknum og átti sæti á þingi en
mun jafnan hafa verið litinn hornauga af flokksforystunni, enda svo
uppástöndugur og sjálfstæður í skoðunum að það „leiddi hann oft á
útjaðar flokksmarkanna" eins og segir í norskri alfræðabók. Endanlega
skildi leiðir hans og flokksins eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 1972 um
aðild Noregs að Efnahagsbandalagi Evrópu.
Árið 1980 gaf Bull út fyrsta bindið af æviminningum sínum; mér er
kunnugt um tvö þegar þetta er ritað. Þar segir hann eftirfarandi sögu af
kennara sínum í menntaskóla, Sigurd Höst:
Ég varð þess fullviss að hann væri enginn innantómur hægrijálkur
þegar hann ræddi frönsku stjórnarbyltinguna einn daginn og
spurði skyndilega bekkinn: „Jæja, hvað finnst ykkur um réttmæti
þess að gera byltingu?" Nær hver hönd hófst á loft, og mikil var ein-
drægnin: „Það er ekki bylting sem er leiðin heldur þróun, jafnar
framfarir stig af stigi!" Þannig tók hver við af öðrum. Að síðustu
spurði Höst mig álits og svarið lét ekki á sér standa hjá mér fremur
en hinum: „Samfélagið þróast ekki bara stig af stigi heldur tekur
líka stökkbreytingum. Öðru hverju heíjast byltingarkenndar
breytingar með ósveigjanleik náttúrulögmálsins!" Ég sýndi verð-
skuldaða virðingu hvort heldur var Hegel eða Marx (eða öllu
heldur Bucharin)! En Höst tók af skarið: „Ykkur skjátlast öllum.
Bylting er réttmæt ef hún heppnast" (Bull 1980, bls. 94).
Bull þykir þetta bersýnilega minna mest á stjórnarlævísi. „Þetta var
fyrsti fundur okkar Machiavellis", segir hann. „Síðan hefi ég ekki við
hann losnað" (ibid.). Þetta hefur verið á árunum kringum 1920. Sigurður
þessi Höst fæddist 1866 og var því rúmum áratug eldri enjón Þorláksson.
Honum er svo lýst, að hann hafi verið frábær kennari og fyrirlesari; hann
samdi kennslubækur í sögu og frönsku sem mikið voru lesnar en hafði
víðfeðm áhugamál og birti rannsóknir á ritum Ibsetis sem vekja athygli
enn í dag.
Höst var franskmenntaður sögukennari, og kannski væri það eðlileg
ágizkun að þetta væri af þeim toga spunnið. Því er annars skemmst frá að
segja, að nákvæmlega þessa setningu, þá útgáfu, að bylting sé réttmæt eða