Saga - 1985, Page 272
270
RITFREGNIR
Fjórði kafli er könnun á veraldlegum embættismönnum á íslandi, upp-
runa þeirra, menntun og efnahag. Hér er það líklega menntunin sem
kemur mest á óvart. Eftir að fer að líða á 18. öld og lagapróf er komið á
við Kaupmannahafnarháskóla eru íslenskir sýslumenn verulega miklu
lærðari, í prófgráðum mælt, en amtmenn og stiftamtmenn í Danmörku
og Noregi (101). Að öðru leyti staðfestir könnun Haralds það sem flesta
hefur líklega verið farið að gruna, að íslensku embættismennirnir voru
forréttindahópur, margir meðal auðugustu jarðeigenda landsins,
náskyldir hver öðrum, og hópurinn endurnýjaði sig að miklu leyti með
eigin sonum. Samt var alltaf stöðugur straumur fólks úr bændastétt í
embættismannastétt og aftur til baka. Það er ekki lítils virði að fá fræðilega
staðfestingu á þessum grun, setta fram í skýrum tölulegum niðurstöðum.
Þessir kaflar, annar, þriðji og fjórði, eru samstæð, sífellt dýpri, könnun
á embættismannastéttinni íslensku. Fjórir næstu kaflar, allt aftur að niður-
stöðukafla bókarinnar, mynda aðra heild. Þar er rannsakað hvernig
ákvarðanir voru teknar og til þess valin fjögur málefni eða málefnaflokk-
ar. Eins og höfundur setur efnið upp voru þrír aðilar að ákvörðunum um
íslandsmál: miðstjórn í Kaupmannahöfn; embættismenn íslands, flestir
þeirra íslenskir jarðeigendur; almúgi íslands, í þessu sambandi einkum
bændur sem voru langflestir leiguliðar. Sjötti kafli fjallar um hagsmuna-
árekstra milli jarðeigenda og leiguliða. Þar var spurt um hver ætti að taka
á sig ábyrgð á leigukúgildum sem féllu í fjárkláðafaraldri 18. aldar. Sjö-
undi kafli segir frá tilraun miðstjórnarinnar til að svipta íslenska embættis-
menn gömlum skattfríðindum. í áttunda kafla er rætt um vinnuskyldu
sem miðstjórnin lagði á norðlenskan almúga við að byggja dómkirkjuna
á Hólum í Hjaltadal. Fimmti kafli er enn ónefndur af því að ekki er eins
einfalt að segja hvaða aðilum lendir saman í honum. Hann Qallar um
landsnefndina fyrri sem starfaði á árunum 1770-71 að því að finna hvað-
eina sem vera kynni íslendingum til viðreisnar og hagsbóta. En það for-
vitnilegasta í kaflanum finnst mér vera andstæður jarðeigenda og leigu-
liða. Miðstjórnin virðist hafa reynt að koma nefndinni í beint samband við
almenning, framhjá upplýsingaeinokun embættismanna. Það tókst
furðuvel, og áhugamál almennings reyndust umfram allt vera kvartanir
undan jarðeigendum.
Sniðið á þessum síðari meginhluta bókarinnar má sýna á skýringar-
mynd, og er þar fylgt í aðalatriðum efnislýsingu höfundar á bls. 36-37.
Að sjálfsögðu fmnst valdið ekki allt í neinum einum reitanna á skýringar-
myndinni. Samt fer ekki hjá því að lesendur sitji uppi með þá skoðun að
áhrifahlutur íslenskra embættismanna hafi verið drýgstur. Kærur almúg-
ans til landsnefndar leiddu ekki til neins og voru fæstar teknar upp á æðstu
stöðum. Ábyrgð á kláðadauðu leigufé var, að því er best er vitað, skipt a
milli eigenda og leigjenda, þó að lögin virðist ótvírætt hafa lagt ábyrgðina