Saga - 1985, Page 274
272
RITFREGNIR
milli konungs og almúga, eins og titill bókarinnar segir. Sé ljósi kastað á
þá fellur það óhjákvæmilega að einhverju leyti á hina aðilana líka. f öðru
lagi má líta á það sem vinnutilgátu, sem reynist að miklu leyti rétt, að
embættismenn fari með aðalhlutverkið í stjórn íslands. Samt sem áður er
höfundur hér á vafasamri braut. Gerum í huganum tilraun með þá hugsun
að síðari spurning höfundar hefði verið um það hvort kansellíið eða rentu-
kammerið stjórnaði íslandsmálum. Þá hugsa ég að svarið hefði orðið það
að rentukammerið hefði stjórnað. (En rentukammerið er ekki annað en
hluti þess sem höfundur nefnir einu orði miðstjórn í bók sinni). Ég er
sannfærður um að slíkt sjónarhorn hefði leitt til miklu ófróðlegri niður-
stöðu. En tilraunin, þó að hún sé aðeins gerð í huganum, sýnir örlítið hve
mikið er komið undir vali á sjónarhorni.
Því má bæta við hér að höfundur horfir ekki aðeins mjög stíft á embætt-
ismennina, hann horfir oft á þá með mikilli tortryggni í svip og stundum
háðsbrosi. Hann grípur jafnvel fram í fyrir þeim innan sviga, til dæmis
Sveini lögmanni Sölvasyni þegar hann er að færa rök að því að eigendur
eigi ekki að bæta fjárkláðadauð leigukúgildi (180): „Lagmannen förstár
inte hur man kan palágga dem ansvar för nSgot de aldrig rört (att de dare-
mot ska fa inkomster av nSgot de aldrig rört, och som inte ens ar i livet,
bekymrar tydligen inte hans rattskansla)." Nú er þessi athugasemd að
mínu mati alveg réttmæt, og það má segja að höfundur auki gildi rann-
sóknarinnar með því að benda á veilur í rökfærslu heimildarmanna sinna.
Hlutdrægni höfundar er þannig víða til skemmtunar og skýrleiksauka. En
hættan sú er alltaf nálæg að höfundur láti sér sjást yfir málsbætur til handa
embættismönnum og fyrirgeri svo trausti lesenda sinna.
Á hinn bóginn sýnir höfundur traustvekjandi þekkingu á íslenskri
sögu. Yfirlit hans yfir íslenskt samfélag og atvinnulífí inngangskafla (24-
28) er bráðgott, svo stutt sem það er, og vandfundin eru merki um að það
sé ekki íslendingur sem stýrir pennanum. Þó hefur höfundur misskilið
fráfærur íslendinga og segir að ær hafi gengið með lömbum í heimahögum
á sumrin vegna mjólkurinnar (24). Mér finnst líka beinlínis rangt á
íslensku að skilgreina orðið bóndi þannig að það hafi verið þeir sem bjuggu
á lögbýli (26). Það hlýtur að teljast málsbót að hér hefur höfundur látið
íslenska bók leiða sig á villigötur, Manntalið 1703, Hagstofa íslands, Rv.
1960. (Hagskýrslur íslands 11/21). En villa er það samt; á íslensku teljast
hjáleigubændur ævinlega til bænda, að minnsta kosti eftir að komið er
fram á 18. öld, enda vandi að greina þá frá þegar ekki var nærri því ljóst
hvað væru lögbýli og hvað hjáleigur.
Sömuleiðis er lítið um að höfundur sýni vanþekkingu á íslensku máli,
og þess hefur verið gætt vandlega í bókinni að prenta íslensk nöfn rétt. Ég
hef aðeins fundið tvær prentvillur í íslenskum nöfnum (89 og 147) í bók
sem hefur ekki verið prófarkalesin neitt sérstaklega vel. Aðeins eitt orð