Saga - 1985, Page 275
RITFREGNIR
273
hefur höfundur sýnilega misskilið, orðið handvömm í Jónsbók. Hann skilur
það sem einhvers konar slys og heldur að eigendur hafi verið ábyrgir ef
leigufé dó af handvömm (172). En í Jónsbókartextanum er ekki nokkur
vafi að handvömm merkir þar nákvæmlega það sama og í nútímamáli,
vanrækslu eða klaufaskap. Annars sýnir meðferð höfundar á íslensku máli
natni hans og virðingu fyrir viðfangsefni sínu, sem skortir oft tilfinnan-
lega þegar útlendir menn fjalla um íslensk efni fyrir útlendinga.
Kannski á megingalli bókarinnar eitthvað skylt við þessa virðingu fyrir
viðfangsefninu. En hann þykir mér sá, að höfundi hættir til að segja frá
óþarflega mörgu. Hann blandar inn í frásögn sína efnisatriðum sem ekki
nýtast til þess að svara spurningum hans og styðja ályktanir hans. í öðrum
undirkafla inngangs geldur hann félagsvísindunum eins konar torfalög
með því að ræða svolítið um hugtökin vald og áhrif (14-15). Sú umræða er
of stutt og óhlutstæð til að hún komi mér að gagni, enda kemur í ljós að
höfundur ætlar ekki að nota hana til neins. í öðrum aðalkafla, um stjórn-
sýsluna samkvæmt lögum, er líka mikið af upplýsingum sem ekki nýtast.
Sem dæmi má taka skiptingu landsins ílæknishéruð og verslunarumdæmi
(45). Hún kemur einungis inn vegna þess að höfundur er að ræða skipt-
ingu sem lesendur þurfa að þekkja, í biskupsdæmi, lögmannsdæmi og
ömt. Yfirlitið yfir hlutverk embættismanna sem á eftir fer er líka allt of
upptalningarkennt. Það kemur líka í ljós að sáralítið af upplýsingum kafl-
ans er notað í samantekt hans á bls. 61-62.
Þriðji og fjórði kafli eru hnitmiðaðri, en þegar kemur að völdu viðfangs-
efnunum í fimmta - áttunda kafla verður aftur miklu meira um að óvið-
komandi efni slæðist inn. Það er erfitt að fjalla skiljanlega um þetta án þess
að nefna dæmi. Þau eru hins vegar oftast fremur smávægileg hvert og eitt,
°g þá vill líta út cins og smáatriðin nái tökum á ritdómaranum um leið og
hann fer að finna að þeim hjá höfundi. Ég ætla samt að reyna og tek sem
dæmi uppkast Þorkels Fjeldsteds að lögreglusamþykkt fyrir Island sem
sagt er frá á bls. 150-53. Þar er komið inn á vegagerð, þinghús í hreppum,
búfjárfjölda, nýtingu skóga, jarðabætur, heyforðabúr, lögaurareikning,
innanlandsverslun, brúðkaup og jarðarfarir og sitthvað fleira sem kemur
ekki vitund við þeim fróðlegu hagsmunaandstæðum sem höfundur finnur
annars í skjölum landsnefndarinnar. Svona dæmum mætti fjölga lengi, og
mest reynir höfundur á burðargrind eigin verks í áttunda kaflanum. Þar er
eins og hann fái sívaxandi áhuga á dómkirkjubyggingunni á Hólum,
Éutningi á byggingarvörum, hvort kaupmenn keyptu tómar kalktunnur
aftur (256), og gleymi því að hann fór af stað að kanna ákvarðanir um
skylduvinnu en ekki dómkirkjubyggingu.
Nú má maður vara sig að vera ekki einstrengingslegur. Áhugi höfund-
ar> jafnvel á hliðarbrautum viðfangsefnis, getur smitað lesendur og
þannig hjálpað þeim að taka við efni. Það er líka óhjákvæmilega erfitt að