Saga - 1985, Blaðsíða 277
RITFREGNIR
275
FRÁSÖGUR UM FORNALDARLEIFAR, 1817-1823.
Tvö bindi. Sveinbjörn Rafnsson bjó til prentunar. Skrár og
samanburður prófarka unnin af Sveinbirni Rafnssyni og
Guðrúnu Ásu Grímsdóttur. (Stofnun Árna Magnússonar
á íslandi. Rit 24). Reykjavík 1983. 791 bls. Ljósmyndir,
uppdrættir og teikningar.
Þessar bækur hafa að geyma skýrslur um fornleifar og þjóðlegan fróðleik,
sem dönsk nefnd — „Commissionen for Oldsagers Opbevaring" — lét
safna meðal íslenskra presta í upphafi 19. aldar. Myndu sumir vart telja
slíkt læsilegan fróðleik, þetta teldist fremur safn af fróðleik, eins konar
handbók sem fletta mætti í ef þyrfti. Ég var sama sinnis uns ég tók þær í
hönd og fór að lesa. Þá sá ég að bækurnar eru náma afmargvíslegum fróð-
leik, t.d. um viðhorfhöfunda, áhrifupplýsingarinnaro.fl. Vík ég nánarað
því síðar. Það var fyllilega kominn tími til að þessar bækur birtust. Þær
voru, ef ég man rétt, auglýstar með bréfi sem fylgdi Árbók Fornleifafélags-
ins árið 1980 og þá safnað áskrifendum. Hvað hamlaði útgáfu er mér
óljóst, en gamalkunnar orsakir, s.s. fjárskortur, koma í hug.
í inngangi skýrir Sveinbjörn Rafnsson vandlega sögu þessarar söfnun-
ar, tilgang útgáfunnar og lýsir frágangi skýrslnanna. Þar er lýst fyrstu
starfsárum „Commissionarinnar", en henni var ætlað að safna upplýs-
ingum um fornminjar og hafa frumkvæði að friðun þeirra hvar sem þær
var að finna í Danaveldi. Árið 1817 var Finnur Magnússon skipaður í
nefndina og var þá farið að huga betur að fornaldarleifum íslenskum.
Mörkuð var sú stefna að safna héðan upplýsingum um leifar úr fornöld,
hauga, grettistök, hörga, forna þingstaði, rúnasteina, rústir fornmanna-
bygginga og sögusagnir af fólki til forna. Það eina sem ekki snerti hina
glæstu fornöld hetjanna voru gamlar myndir og leifar úr pápísku.
Fyrstu fornminjarnar voru friðaðar hérlendis árið 1817, og sama ár lét
nefndin senda hingað fyrirspurnir um áðurnefnd atriði. Minjarnar sem
voru friðaðar voru dæmigerðar fyrir áhugasvið manna á þessum tíma.
Þetta voru sjö rúna- og legsteinar, dómhringur á Þórsnesi, Snorralaug og
Borgarvirki. Virkið var reyndar meðal merkilegustu leifa hér á landi ef
roarka má-áhuga manna á því (sbr. t.d. Árbók Fomleifafélagsins fyrstu ár
hennar).
Sveinbjörn fjallar um söfnunina sjálfa og áhrifhennar. Þar er lýst hvaða
munir fóru til Kaupmannahafnar og hvaða móttökur þeir fengu þar. Til
dæmis er sagt frá hálfömurlegum móttökum sem Ögmundarbrík fékk
(um hana fjallaði Kristján Eldjárn í Stökum steinum, Rv. 1959, bls. 112-
121). Leifar bríkarinnar eru nú í Þjóðminjasafni, en það má teljast krafta-
verk því „Commissionin" var beðin leyfis um að „de maatte casseres, især
da de udbreder en slem Lugt...“ (bls. XXV). Reyndar kom mér á óvart