Saga - 1985, Qupperneq 279
RITFREGNIR
277
aldar manni (bls. 418). Þá er öruggt að nrargt vantar, sem við vitum nú,
og víst er að við fáum minnst að vita um þær minjar sem voru þá nýlega
úreltar er skýrslur þessar voru skráðar, það sem mönnum var handgengn-
ast, augljósast.
í viðbæti er birt rit Finns Magnússonar, Udsigt ouer mœrkelige oldsager i
Island, auk skýrslu sem barst langsíðust, dagsettrar 4.janúar 1848, eða 31
ári eftir að eyðublöðin voru send út.
Ritinu fylgja ítarlegar nafna- og atriðisorðaskrár, sem eru að verða
fastur liður í íslenskum fræðiritum. Einnig er safngripaskrá, skjala- og
handritaskrá auk skráar yfir leiðréttingar, tvíritanir o.fl. í handritunum.
Blaðsíðutal bókanna er tengt, þannig að bls. 307 er fyrsta bls. síðara
bindis. Einfaldar það mjög notkun skránna. Sá galli er þó á skránum að
fornminjar eru ekki taldar upp í nafnaskrá þar sem við á, og korpórals-
húsið frá Kálfafelli finnst því aðeins undir korpóralshús eða corporalishús í
atriðisorðaskrá svo dæmi sé tekið, en tvö eru nefnd og sést ekki hvort er
hvort í skránni. Verra er þó með muni sem mikið er til af, en skárra með
jarðfastar minjar sem bera nöfn. Þær síðarnefndu má finna í nafnaskrá.
Munir sem til eru á söfnurn og nefndir eru í bókinni eru taldir upp í safn-
gripaskrá. Þar er leitað til skráa frá Þjóðminjasafninu, Nationalmuseet í
Kaupmannahöfn og Musée de Cluny í París. Er hlutunum aðeins raðað
eftir safnnúmerum, sem er eðlilegt, þó betra hefði verið að þar væri einnig
vísað í blaðsíðutal bókanna, svo greiðar mætti ganga að finna einstaka
muni. Þetta hefst þó allt með góðum vilja.
Eins og vikið var að hér að framan, virðist þetta ekki læsilegt rit við
fyrstu sýn. Víst er að mörg skjöl eru seinlesin og tyrfin. Fyrir áhugamann
um upplýsinguna eða hugarfar manna má þó finna margar undantekning-
ar. Hér innan um eru skjöl sem segja margt um þá sem skráðu þau. Hvað
á t.d. Reynivallaklerkur við er hann segist engar minjar þekkja í Kjós, auk
þess sem enginn hafi „sagt sig vita til nockurs þess háttar" (bls. 262)? Eða
Magnús Stephensen er hann skrifar svipað um Viðey. Sagnir séu að vísu
um klaustur (bls. 263-264). Er þetta sinnuleysi eða feimni, eða eru fyrir-
mælin um fornar minjar of ströng? Þingvallaprestur nefnir ýmsa athygl-
isverða hluti, en þingið er afgreitt í sex línum (bls. 221) og þess helst getið
fyrir stökk Flosa Þórðarsonar og gjána sem eftir honum er nefnd.
Reyndar er athyglisvert hve kunnugir þessir menn virðast íslendinga-
sögunum. Og þeir beina áhuga sínum þangað en veigra sér hins vegar við
að rekja frásagnir af bábiljum og kaþólskum hégóma. Það segir sitt.
Sr. Torfi Jónsson í Hruna vill ekkert slíkt nefna því það gefi engar upplýs-
ingar um „Historia patrie" (bls. 211).
Hér skrifar hin upplýsta elíta landsins, úrvalið, sem leitaði síst til almúg-
ans, eða svo virðist við fyrstu sýn. Þetta voru börn síns tíma (-hverjir eru
það ekki?), stranglútherskir prestar sem trúðu á upplýsinguna, skynsem-